Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Page 30

Eimreiðin - 01.10.1924, Page 30
342 FERÐ YFIR ATLANTSHAFIÐ eimreiðin skamma, já, í stuttu máli sagt, öllum herskipunum úr Svoldar- orustu, sem Sigurður Breiðfjörð velur ýmsar skáldlegar kenn- ingar og kallar t. d. jálka sjós — sigluhunda — hryssur boða — stelka steinbítsvellar, eða síldarbóla krákurnar. En þrátt fyrir þessa stærð hreif ekki Berengaria hug minn neitt svipað því, eins og Ormurinn langi gerði forðum. — Og hreint smásmíði fanst mér hún vera í samanburði við »Harkaraskipið« í »Manni og konu«, þar sem þrjár kirkju- sóknir voru í reiðanum. 3 Eg hafði keypt mér far á 2. farrými, og var því skipað í þá þvöguna af fólki, sem þangað átti að fara um borð. Við fórum öll inn í kvíar úr plankagrindum, sem vísuðu leiðina að stórum opnum dyrum á miðri skipssúðinni. Og inn um þessar dyr átti öll sú hjörð að fara, sem eg til heyrði. Var nú þessari innskipun líkt háttað og þegar fjárhópur er rekinn um borð í sauðaskipin. Eg var aftarlega í þvögunni, og þótti reksturinn ganga seint, enda vantaði algjörlega hund og góðan smala með svipum til að reka á eftir. Embættismenn skipsins þurftu að athuga farbréf hvers og eins, áður en hon- um var hleypt um borð, — og þetta tók tíma. Til að sefa • mér óþolinmæðina virti eg fyrir mér fólkið. Það var alt þokka- legt og snoturlega búið, og talaði ýms tungumál sín á milh- Eg heyrði dönsku, svensku, norsku, þýzku, frönsku og ensku og fleiri tungumál, sem eg skildi ekki. Einn karl, sem stóð nálægt mér, heyrðist mér segja: »Arraba dúskí ta fleskí pa* noskí«, og hugði eg það vera rússnesku eða pólsku. Skamt frá okkur var önnur kví full af fólki. Það var verr til fara en okkar fólk og ófélegra. Það átti að fara inn í 3- farrými aftar á skipinu. Innan um alt fólkið í báðum kvíum voru börn hér og hvar í fangi mæðra sinna, og skældu sum hátt. En einlægur kliður af mannamáli, hósta og ræskingum heyrðist innan kvíaveggjanna og var ekki ólíkt því, sem venja er til í færikvíum. Þegar loksins hóparnir voru innbyrtir, fór hver og einn að finna sína káetu. Það var talsvert staut við að átta sig á þvl

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.