Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Síða 32

Eimreiðin - 01.10.1924, Síða 32
344 FERÐ VFIR ATLANTSHAFIÐ eimreiðiN þokkalega búnar herbergisþernur, og borðalagða embættismenn með giltum hnöppum, engu ófínni en sýslumenn gerast. Skips- höfnin var samtals um 700 manns, en farþegar í þetta skipti rúmir 3000. 4. »Berengaria« var upprunalega þýsk, tilheyrði Hamborgar- Ameríku línunni, hét þá »Imperator« (keisarinn) og var stærsta skip heimsins. Seinna bygðu Þjóðverjar annað stærra og nefndu »Vaterland«, en bæði þessi skip urðu þeir að láta af hendi i hernaðarskaðabætur, og fengu Englendingar »Imperator«, en Bandaríkjamenn »Vaterland« eða »Leviatan«, sem áður er cetið um. Hversvegna Englendingar umskírðu »Imperator« og kölluðu »Ðerengaria«, skal eg láta ósagt, en Berengaria hét drottning Valdimars sigurs Danakonungs, og þótti bæði fögur kona og kvenskörungur. Hún er nefnd Beingerður í íslenzkum fornsögum. Það er sagt, að Albert Ballin formanni Hamborgar-Ameríku félagsins hafi fallið svo illa að þurfa að láta skipin af hendi» að hann hafi þess vegna ráðið sér bana. Einkum hafi hann tekið ástfóstri við »Imperator«, því hann hafði látið gera það skip eftir sínu höfði og vanda hið bezta, og hann kallaði það Imperator, til vegsemdar Vilhjálmi keisara, sem hann var í miklu vinfengi við. Berengaria var bygð árið 1912, og þykir bezta skip. Hún hefur farið styzt á tæpum 5]/2 sólarhring frá Southampton til New Vork. A undan stríðinu keptust þýzku skipin við þau ensku að flýti yfir hafið. — Eitt sinn var Berengaria fljótust- Þjóðverjar voru vanir, þegar þeirra skip urðu fyrst til hafnar, að skreyta þau milli siglutrjánna með rafljósaletri skæru: »Made in Germany« (þ. e. þýzk vara), en eins og kunnugt er, var það fyrrum siður Englendinga að láta merkja þannig allar lakari vörur. Seinna bygðu Englendingar skipin »Lusitania« og »Mauri- tania«, sem bæði urðu fljótskreiðari. Mauritania er nú fljótust allra farþegaskipanna, sem fara vestur um haf. Hún hefur komist á milli Southampton og New Vork á 4 sólarhringum, 10 klst. og 41 nún.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.