Eimreiðin - 01.10.1924, Síða 37
eimreidin
FERÐ YFIR ATLANTSHAFIÐ
349
athuga fólkið, einkum þó farþega 1. farrýmis. Þar mátti sjá
margar sællegar og snotrar stúlkur, klæddar dýrindis líni, gulli
°9 gersemum, og feitlagna veraldarsælkera og auðkýfinga, en
suma hrukkótta, magra og þunglyndislega, þrátt fyrir auð og
allsnægtir.
Þar voru gamlar miljóna-kerlingar, vindþurkaðar hrokkin-
skinnur, og mér sýndist presturinn einkanlega hrífa hug þeirra,
tegar hann í ræðu sinni bað guð að forða okkur frá öllum
sjávarháska á leiðinni. — Þær kviðu auðsjáanlega kaldri dýfu
úti á rúmsjó. En allir munu hafa hugsað, hver upp á sína
v>su, til »Titanic«-slyssins. Sjálfum mér fanst, satt að segja,
slíkur lífsendir, ef koma ætti, engu fyrirkvíðanlegri en sóttar-
sæng á þurru landi, og hugsaði eg mér, að láta guð alveg
fáða. Það væri ekki um annað að gera en að synda eins
lengi og hægt væri, og mér finst ósennilegt, að sú barátta
v>ð dauðann sé harðvítugri að þola en margar sjúkdómskvalir,
t>ó að morfín sé máske á boðstólum.
I sérstakri bæn bað presiurinn að endingu guð að varð-
veita tvo mikla þjóðhöfðingja, konung Breta og forseta Banda-
r>hjanna. Þessi bæn stóð framan til í sálmabókinni, og sá eg
her, að Bandaríkjaforsetinn var hafður á milli sviga. Auðsjá-
anlega var gert ráð fyrir, að fyrirbænir fyrir honum ættu ekki
v>ð öll tækifæri og mætti stundum alveg sleppa honum.
10.
Það var þoka, þegar við nálguðumst New-York. Eg hafði
hlakkað til að sjá líkneski frelsisgyðjunnar sem fyrsta fyrir-
ðoða þess, að maður væri að nálgast bæinn. Allir þekkja af
mYndum þessa fögru frelsisgyðju, sem Frakkar gáfu Banda-
r>kjamönnum forðum, og stendur hnarreist við hafnarmynni
New-Vork-borgar, með geislakrónu um höfuðið, og bregður
a loft skæru blysi með annari hendinni. — Eg hafði sem
drengur lesið um þessa risavöxnu mynd, og fylgdi sögunni, að
^ menn gætu gengið upp að blysinu innan í handleggnum.
En nú faldi þokan gyðjuna, eða réttara sagt — gyðjan faldi
Sl9 í þokunni, og mér fanst hún gera það viljandi. Sennilega
dlygðaðist hún sín fyrir það ófrelsi, sem eg og aðrir farþegar