Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.10.1924, Qupperneq 48
360 SKÁLDIÐ BYRON LÁVARÐUR EIMREIÐIN neinum sérstökum flokki, enda var svo um Byron. Frelsisást hans var of rík til þess að hann léti takmarkast af þröngum flokksböndum. Var hann jafnan reiðubúinn að hefjast handa gegn harðstjórn hvar sem var. Vesturheimsmenn dáði hann og virti. Ekkert í sögu liðinna alda hreif svo huga hans sem frelsisviðleitni þjóðanna og þeir menn, er þar stóðu fremstir. Að líkjast þeim og vera talinn í þeirra flokki var hans ceðsti metnaður. Sú ósk hans rættist að lokum. Hann unni Grikk- landi mjög og frelsinu mest alls. í þjónustu þessa tveggja lét hann líf sitt, og hermanni sæmandi voru síðustu orð hans: »Afram, áfram, verið hugrakkir, fylgið mér!« Trúarskoðanir Byrons hafa mjög orðið mönnum að deilu- efni. Eru þær þroskaðastar í leikritum hans: Manfreð, Cain og Heaven and Earth (Himinn og jörð). Var honum mjög borið á brýn að hann væri guðleysingi, sem ekkert vaeri heilagt. Af ritum hans, bundnu máli sem óbundnu, er það hinsvegar ljóst, að hann var efunarmaður (sceptic). Hann segir sjálfur: »Eg neita engu, en efa alt«. Hann var ljósþyrst sál, er í myrkri sat. Hann leitaði sannleikans, úrlausnar á mestu vandamálum lífsins, en fann eigi fullnægjandi svar né svölun sálu sinni í neinni af trúarstefnum sinnar aldar. Hann ræðst á trúarlega hleypidóma og kreddur, en eigi á trú manna, því að hann leit svo á, að ef hann gerði slíkt, væri hann að setja fót sinn á heilaga jörð, vargur í véum. »Eg tala eigi um trúarjátningar manna«, ritar hann eitt sinn, »þær eru einka- mál mannsins og skapara hans«. Byron boðaði því miklu fremur trúfrelsi en trúleysi. Biblíuna, einkum Gamla testa- mentið, taldi hann fremsta allra bóka; las hann ritninguna mjög mikið, og lá hún á borði hans við banasæng hans. Einn er því sá þáttur sem mest ber á í þjóðfélags-, stjórnmála- og trúarskoðunum Byrons, árás hans á aldagamlar siðvenjur og hugsunarhátt; er það bein afleiðing hinnar ríku frelsisástar hans. Fjötrar vanans þrengdu um of að honum; hann var sem fugl í búri, er þráir ljósið og frelsið, og hann reyndi að brjóta af sér fjötrana. Hugur hans krafðist lífs-sviðs, þar sem hátt væri til lofts og vítt til veggja. Uppreistaranda og byltingar- hugs gætir því mjög í ritum hans. En fleiri þáttum er lífsskoðun hans ofin. Mikið er rætt og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.