Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Side 58

Eimreiðin - 01.10.1924, Side 58
370 „HVERNIG FERÐU AÐ VRK]A?“ eimreiðin fram í hugann, ég veit ekki, hvaðan, — og þá byrjar eigin- lega starfsemi sjálfs mín, vökuvitundar minnar, að velja, hafna og prjóna við, þar sem upp var fitjað. Auðvitað get ég sett mig niður til að yrkja um eitthvert ákveðið efni, en venjulega gengur það ekki greiðlega, fyr en ég hef fyrst velt því fynr mér á ýmsa lund og látið það síðan liggja í undirvitundinm nokkurn tfma, — hætt að hugsa um það og lofað því að þroskast sjálfkrafa. En þegar það þroskunarskeið er út runn- ið, getur kvæðið líka komið því nær full-skapað fram í skyn- vitundina og orðið fullgert mjög fyrirhafnarlítið. Undirvitundin hefur tekið þar við, sem skynvitundin hætti, og haldið starf- inu áfram, — starfi hennar get ég ekki fylgt, en sé aðeins árangurinn. Enn er eitt atriði ótalið um myndun kvæða — tilefni þeirra- Það getur verið einstök hugsun eða hugblær, en getur einnig verið ofið úr mörgum þráðum, — fengið víða að. Vfirleitt munu skáldin yrkja mikið út af endurminningum, sem vonlegt er, og það er reynsla mín, að endurminningin má ekki vera of nýleg, ef gott kvæði á úr að verða; hún þarf að hafa fengið á sig bláma og blæ fjarlægðarinnar, þarf að hafa þroskast og ef til vill breytst í undirvitundinni. En annars er þetta sjálfsagt með ýmsum hætti, eins og eðlilegt er; gerö manna er svo misjöfn. Sem dæmi þess, hvernig kvæði myndast, skal ég segja fra tilefninu að fyrsta kvæðinu í ljóðabók minni, »Kaldavermslum«; kvæðið heitir »Hillingar«, en hefði og mátt nefnast »Eyjarnar Waak-al-Waak«, og efnið er þrá eftir æðra heimi, víðari til- veru, meiri fyllingu og friði, sett fram í jarðneskri mynd og líkingu sem þrá til eyjanna Waak-al-Waak. Þeir, sem kunn- ugir eru ljóðum mjnum, munu vita, að þessi þrá kemur þar víða fram, enda er hún einn meginþáttur í eðli mínu. Hún la þá fyrir í huganum reiðubúin að klæðast í búning, ef f gæfist. En tíminn leið, án þess, að nokkuð bæri til tíðinda. I bernsku (11—12 ára gamall) hafði ég lesið söguna um eyi' arnar Waak-al-Waak í »Þúsund og einni nótt« og þótt hún skemtileg, en ekkert meira. En hún hefur einnig legið falin i vitund minni og beðið færis. Árið 1910 eða 1912 fór ég frá Kaupmannahöfn til íslands;

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.