Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Page 65

Eimreiðin - 01.10.1924, Page 65
EIMREIDIN RITSJÁ 377 hafi -ír (en ekki -atj í flt. Bárðr og Þórðr koma máske ekki fyrir í flt. ■ fornu máli, en völundr kemur að minsta kosfi fyrir í flt. (í Hrólfs sögu kraka, k. 4) og heitir völundar, en ekki völundir. I § 334 er gumi notað sem beygingardæmi og í § 336 segir, að t. d. arfi, bardagi, dropi, félagi, hanzki, tími o. s. frv. beygist á sama hátt. Samkvæmt því heita því þessi orð í ef. flt.: arfna, bardagna, dropna, fé- f^gna, hanzkna, tímna o. s. frv. (eins og gumna). I § 356 er gás beygingardæmi og í § 359 segir, að eins og það orð beygist dreif, eik, fló o. s. frv. Það liggur þá (að minsta kosti fyrir út- iending) næst að álykta, að nf. flt. sé dreifs, eiks, flæs o. s. frv., eins og 9a?ss, þó kunnugir viti, að s stendur þar í staðinn fyrir r (tillíking), svo eð gás er að því leyti óreglulegt, en þess alls ekki við getið. En auk þess, að beygingardæmin eru stundum óheppilega valin, brestur °9 stundum á nákvæmni í upptalningunum, þar sem um afbrigði er að r»ða. Þannig segir í § 290, að orð, sem enda á -ill beygist sem himinn. Samkvæmt því ættu t. d. lykill, ketill að heita í þgf. eint. lykli, ketli og ‘ nf. flt. lyklar, ketlar, því ekki er þess látið getið, að þessi orð missi hljóðvarpið í hinum samandregnu myndum og verði því lukli, katli og hiklar, katlar. I § 317 stendur Húnir og Hýnir, en þess látið ógetið, að orðið heitir n®stum ætíð Húnar, en Húnir er hrein undantekning, sem að eins kemur fyrir á einum stað. í § 320 segir, að sum orð, er beygjast sem elgr, hafi að eins -s (en ekki -jar) í ef. eint., og þar meðal annars talið viggr. En það orð hefur líklega aldrei til verið sem kk.-orð I gildu fornmáli, heldur síðar myndað af helberum misskilningi. Orðið er hvk. og heitir vigg og því náttúrlegt, það heiti viggs í ef. eint., enda rétt tilfært í § 294. 1 § 323 ségir, að stoð beygist sem ást og heiti því stoðir í nf. flt., en þess alls eigi getið, að það heitir Iíka (og í fornu máli oftar) stoðr (steðr). I § 225 segir, að spöng, stöng, töng beygist sem höll, og heifi því í nf- flt. spangir, stangir, tangir, en þess ekki getið, að þau heiti líka spengr, stengr, tengr, þó úr því sé reyndar bætt með því að telja þau ■íka upp í § 359. Annars gæti ýmislegt verið að athuga við nafnorðakaflann. Þannig er *• d. í § 332 talað um ju-stofna og svo bætt við: „Flest ju-stofna orð keygjast eins og a-stofnar eða i-stofnar í íslenzku." Og svo kemur heil runa af þesssum ju-stofna orðum, án þess að maður fái nokkuð um það að vita, hver af þeim beygist sem a-stofnar og hver sem i-stofnar. Það

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.