Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 19
eimreiðin
Trúin á Jesúm Krist, guðsson,
í Nýja testamentinu.
(Erindi flutt í Fríkirkjunni sunnudaginn 26. júní 1927
í sambandi við Prestastefnuna.)
Eftir prófessor Harald Níe/sson.
Ef vér viljum glöggva oss á einhverju afriði kristinnar trú-
ar, verður Nýja testamentið jafnan sú uppsprettan, er vér leit-
um fyrst til. En þá er oss áríðandi að hafa tvent hugfast,
að kristindómurinn og kristnu írúarhugmyndirnar eru upp-
haflega sprottnar úr gyðinglegri jörð og að Nýja testamentið
er ekki eitt heildarrit, samið af einum höfundi, heldur samsafn
af mörgum ritum eftir ólíka höfunda. Þeir þektu ekki hver ann-
an og rituðu hver út af fyrir sig; þeir voru aldir upp hver
við sinn sérstaklega hugsunarhátt. Það er því ekkert óeðlilegt,
að þeim beri ekki saman í skilningi á öllum atriðum.
Jesús og lærisveinar hans voru allir Gyðingar. Þeir voru
aldir upp við hina gyðinglegu trú, og hún hlýtur að hafa mótað
eða haft áhrif á trúarhugmyndir þeirra, allan hugsunarhátt
þeirra og orðalag. Þeir urðu að lúta því lögmáli lífsins, að
sérhver kynslóð tekur að erfðum svo og svo mikið af hug-
myndum undan genginna kynslóða og orðum og hugtökum,
sem þær hafa búið hugsanir sínar í og vanist á að nota. Vér
fáum því ekki skilið sumt í ritsafni Nýja testnmentisins til
neinnar hlítar, nema vér þekkjum Gamla testamentið og sumt
í ritum hins svo nefnda síðgyðingdóms. Eins og þeir notuðu
fungu feðra sinna, er þeir töluðu, svo hagr.ýttu þeir sér og
ýms fastmótuð hugtök, er þeir hófu að flytja boðskap sinn. En
nú megum vér ekki gleyma því, að þótt orð og hugtök séu
orðin föst og ákveðin í málinu, geta þau breytt nokkuð merk-
lnSu með tíð og tíma, né heldur leggja allir nákvæmlega hið
sama í hugtökin.