Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Side 20

Eimreiðin - 01.07.1927, Side 20
212 TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON eimreiðin Ég hygg, að allir höfundar Nýja testamentisins mundu fúsir hafa gert þessi orð að játning sinni: »Ég trúi á Jesúm Krist, guðsson«. I þeirri stuttu setningu homa fyrir tvö orð, sem voru þegar fyrir í gyðingdómnum, áður en kristindómurinn kom til sögunnar. Þau voru þegar fastmótuð hugtök, er Jesús frá Nazaret hóf kenning sína. Þessi tvö orð eru Kristur og guðs-sonur. Um sjálf hugtökin greindi Gyðinga og kristna menn eigi; en það, sem ágreiningnum olli og síðar fullum aðskilnaði, var sú sannfæring lærisveinanna og annara fylgismanna hinnar nýju trúar, að Jesús frá Nazaret hefði verið hinn eftirvænti Kristur, guðs-sonurinn. Lítum þá fyrst á þessi tvö heiti. Öll vitið þér, að um all-langt skeið, áður en Jesús fæddist, höfðu Gyðingar vænt þess, að fram mundi koma mikill leið- togi meðal þeirra, er valda mundi aldahvörfum. Þeir trúðu því, að hann mundi hefja Gyðingaþjóðina úr ánauð og undir- lægjuskap til valds og frægðar. Vonir þeirra voru með nokkuð mismunandi hætti, og lagaðist því hugmynd þeirra um leið- togann eftir því. Skoðanirnar á innri veru hans og köllunar- starfi voru því nokkuð mismunandi. Sumir trúðu því, að hann mundi verða herskár og voldugur konungur, drotnari jarð- nesks framtíðarríkis; mundi hann koma af Júda-ættkvísl, já verða niðji Davíðs, hins frægasta konungs fortíðarinnar. Fyrir því var hann líka oft nefndur Davíðs-sonurinn. En þólt hann yrði jarðneskur konungur og maður getinn að mannlegum hætti, hugsuðu menn sér, að Guð hefði gefið honum sérstaka hæfileika og búið hann óvenjulegum mætti og tign. Siðferðis- ástandið hjá þjóðinni á að batna. »Hann mun safna saman heilögum lýð og stjórna honum með réttlæti*1)- Hann á að verða hreinn og syndlaus og hann mun aldrei hrasa, því að Guð hefur gert hann sterkan með anda sínum. En allir hæfi' leikar hans og máttur er gjöf frá Guði, eins og hann líka mun byggja alla von sína á Guði. — Vonir sumra um þenn- an mikla leiðtoga voru nokkuð andlegra eðlis og víðfeðmari. Hjá þeim, sem fór að þykja mest vert um siðgæði og sanna trú, hlaut myndin af herskáa og volduga konunginum að dofna 1) Sbr. Trúarsaga N. tm. eftir S. P. Sívertsen. i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.