Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 27
eimreiðin
TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON
219
sjá f. d: Mark. 3, 11: »Og hve nær sem hinir óhreinu andar
sáu hann, féllu þeir fram fyrir honum, og æptu og sögðu:
Þú ert sonur Guðs«. Og lærisveinarnir, er daglega voru sam-
vistum við hann og hlustuðu stöðuglega á boðskap hans, þeir
komu auga á tign elskunnar og heilagleikans í fari hans og
fundu til valdsins í orðum hans, og tóku því að trúa á hann
sem Messías, enda segir Markús oss, að sú. trú þeirra hafi
fengið staðfesting af himni, þá er hann ummyndaðist á fjall-
inu (9, 7).
3. Þá kem ég að þriðja skilningnum, sem lagður er í hug-
takið guðs-sonur í N. tm. Og þar verða tveir mestu rithöf-
undarnir samferða, sem sé þeir Páll og ]óhannes. Hvorugur
þeirra lítur svo á, að með því sé átt við jarðneskan mann, er
hafinn hafi verið til þessarar tignar fyrir sérstaka köllun frá
Guði, heldur eiga þeir með því við veru, sem er guðlegs
eðlis frá upphafi vega, og komin er af himni. Þeir hafa báðir
fileinkað sér gyðinglegu hugmyndina um fortilveru Messíasar-
Ef nokkuð er bersýnilegt af riturn þeirra, þá er það þetta, að
þeir trúa því, að Kristur hafi verið í dýrð hjá Guði, áður en
hann kom fram hér á jörð. Lítum fyrst stuttlega á kenning
Páls í þessu efni. Eg minni sérstaklega á I. Kor. 8 og 10;
II. Kor. 8; Fil. 2 og Kól. 1. — Samkvæmt trú Páls hefur
Kristur verið meðstarfandi við sköpunarverkið, allir hlutir eru
lil orðnir fyrir hann; hann hefur verið kletturinn, sem fylgdi
Israelsmönnum á eyðimerkurförinni. Á undan jarðlífi sínu var
hann í dýrðarástandi hjá Guði, var í Guðs mynd. En af elsku
lil mannanna og löngun til að hjálpa þeim sté hann niður úr
dýrð sinni, afklæddist guðsmyndinni, tók á sig þjónsmynd og
varð mönnum líkur og kom að ytra hætti fram sem maður;
hann h'tillækkaði sjálfan sig og varð hlýðinn alt fram í dauða
á krossi. í Róm. 8, 3 segir Páll, að Guð hafi sent »sinn
eigin son í líkingu syndugs holds«, og í Gal. 4, 4 er hann
engu myrkari í máli: »En þegar fylling tímans kom, sendi
Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmálinu«.
Hér kennir Páll greinilega það tvent, er í guðfræðinni hefur
verið nefnt fortilvera Krists og holdtekja hans. Samkvæmt
þessari skoðun Páls þurfti Kristur ekki að verða guðs-sonur,
hvorki við upprisuna né við skírnina, því að hann var það