Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 28
220
TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON
EIMREIDIN
áður, hefur verið það frá eilífð. Hann er guðssonurinn í al-
veg sérsfökum skilningi, æðri öllum englum og himneskum
tignarvöldum. Þegar áður en hann gerðist hjálpari mannanna
hér á jörð og tók á sig mannlega þjónsmynd, var hann elsk-
aður af Guði, en samt fullkomnaðist hann fyrir hjálpræðis-
starfið hér á jörð (sbr. Hebr. 5, 8) og honum var falið enn
meira vald. Samt néfnir Páll hann aldrei guð, og gerir glögg-
an mun á honum og Guði föður, sem hann telur honum æðri
eða meiri. En hann er miklu meiri mönnunum, já fremri öll-
um öðrum himneskum verum, er Páll talar um. (Jr gyðing-
dómnum var Páll vanur hugmyndinni um himneskar verur á
hærra og lægra stigi; fyrir því fór þessi skilningur hans ekki
í bág við trú hans á einn Guð, þótt sumum hafi síðar fund-
ist, að svo hlyti að vera. Vér megum heldur ekki gleyma
því, að Páll hafði ekki persónulega haft kynni af ]esúr
meðan hann dvaldist hér í jarðneskum líkama; það var hinn
upprisni droftinn Kristur, sem breyfti honum úr ofsóknara í
afkastamesta postula frumkristninnar. Fyrir vitrunina hjá Da-
maskus snerist hann til kristni, og alla sjálfsþekking sína á
Kristi fekk hann fyrir endurteknar vitranir og heilagan inn-
blástur. Það er »drottinn dýrðarinnar«, sem hann hefur öll
sín kynni af.
]afn-ákveðið talar ]óhannes í ritum sínum um fortilveru
Krists og holdtekju. Hann notar þekt og áður fastmótað
hugtak til þess að koma lesendum guðspjalls síns í skilning
um, hve mikill og dýrlegur sá hafi verið, er Guð sendi í
heiminn, til þess að »opinbera kærleiksvilja hans og ráðstaf-
anir mannkyninu til hjá!præðis«. 011 kannist þér við þessi orð
í upphafi ]óhannesar-guðspjalls: »0g orðið varð hold — og
hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika*. Með því, sem hér
er á íslenzku nefnt >orðið«, en á grísku »logos«, er átt við há-
leita veru (sbr. hann bjó með oss), sem að dómi gyðinglegra
heimspekinga í Alexandríu var meðalgangari milli Guðs og
manna, hafði starfað við sköpunina og annaðist viðhald heims-
ins, en þó einkum opinberunina mönnunum til handa. Þessi svo-
nefnda logos-hugmynd var mjög útbreidd meðal Gyðinga ut-
an Palestínu. Þeir menn, sem þá hugmynd aðhyltust, hugsuðu
sér fjölda af milliverum milli Guðs og manna, og æðsta þeirra