Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 29
eimreiðin
TRÚIN Á JESÚM KRIST, GUÐSSON
221
allra, æðri öllum englum, hinn eiginlega »logos«, orðið eða
orð Guðs. ]óhannesar-guðspjall lítur svo á, að þessi himneska
vera (logos, orðið) hafi birzt holdi klædd í ]esú Kristi. Fyrir
það nefnir það hann soninn eða guðssoninn, eða eingetinn
son Guðs eða guðssoninn eingetna. Hvað átti nú höf. guð-
spjallsins við með því? Ég leyfi mér að svara þeirri spurn-
ingu með orðum samkennara míns, próf. Sig. P. Sívertsen,
þar sem hann er að skýra þetta í Trúarsögu N. tm. (bls.
357); »Guðspjallið vill með því gefa til kynna, að enginn hafi
verið sonur Guðs í sama skilningi og ]esús Kristur, enginn
hafi líkst Guði eins og hann, í engum búið eðli Guðs í sama
tnæli og í honum, og enginn staðið í jafn einstæðu og inni-
legu sambandi og kærleikssamfélagi við Guð sem föður sinn
eins og hann«. Auk þess notar þetta guðspjall guðssonarheit-
ið iðulega til þess að tákna Messíasar-tign ]esú, sem það
leggur mikla áherzlu á (sjá t. d. 1, 50, sem ég hef þegar
mint á: »Rabbí, þú ert guðssonurinn, þú ert Israels konung-
ur«; — eða 11, 27, þar sem Marta er að tala við ]esúm, áð-
ur en hann uppvakti Lazarus: »]á, herra, ég hef trúað, að
þú sért hinn Smurði, guðs-sonurinn, sem á að koma í heim-
inn«; — eða þessi niðurlagsorð guðspjallsins: »En þetta er
ritað til þess að þér skuluð trúa, að ]esús sé hinn Smurði,
Suðs sonurinn, og til þess að þér, með því að trúa, öðlist líf-
ið í hans nafni«). Sami höfundur gerir þá yfirlýsing í fyrsta
bréfi sínu, að hin eiginlega vantrú sé það, að neita því að
]esús hafi verið Messías (I. ]óh. 2, 22: »Hver er lygari, ef
ekki sá, sem neitar, að ]esús sé hinn Smurði«). — Eins og
kunnugt er, er sá munur hvað mestur milli þriggja fyrstu
Quðspjallanna og ]óhannesar-guðspjalls, að meira ber á hinu
Suðdómlega og yfirnáttúrlega í Kristsmynd þeirri, er fjórða
Suðspjallið sýnir oss, en í Kristsmynd hinna. Mér finst líklegt,
að logoskenningin og trú höfundarins á fortilveru Krists eigi
sinn þátt í því. Það var logos, hin himneska veran, sem varð
hold, og það hlaut að koma í ljós í öllu jarðlífi hans. Fyrir
t>ví er og þetta játning höfundarins: »hann bjó með oss, full-
uf náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem
€>ngetins sonar frá föður«. Höfundi guðspjallsins finst ekki,
að Kristur hafi algerlega lagt af sér himneska dýrð sína og