Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 30
222
TRÚIN Á JESÚM KRIST, QUÐSSON
EIMREIÐIN
vegsemd, er hann gerðist maður hér á jörð. Fyrir því ber svo
mikið á hinu yfirvenjulega (supernormala) í fari hans, krafta-
verkunum og óvanalegri vitneskju (sjá t. d. 2, 24: »En Jesús
þekti alla og þurfti þess ekki, að nokkur vitnaði um mann-
inn, því að hann vissi, hvað með manninum bjó<). Vfirleitt
mun óhætt að fullyrða, að höfundur fjórða guðspjallsins haldi
svo sterkt fram hinu guðdómlega í lífi Jesú, af því að hann
er sannfærður um, að ]esús hafi verið æðsta og fullkomnasta
opinberunin, sem Guð hefur látið mannkyninu í té.
Hið sameiginlega með þeim Páli og Jóhannesi var þá þetta,
að þeir töldu guðs-soninn vera kominn af himni. Þeir trúðu
báðir á fortilveru Krists. Hann var í þeirra augum guðleg
vera, áður en hann fæddist hér á jörð. Hvorugur þeirra virð-
ist hafa minstu hugmynd um það, sem síðar var nefnt getn-
aður af heilögum anda. Að minsta kosti minnast þeir aldrei
á slíkt. Páll skrifar öll sín bréf, áður en sú hugmynd kemur
til sögunnar. Hefði hann þekt þá hugmynd og getað sam-
lagað hana hugsunarferli sínum, er ekki ósennilegt, að hann
hefði einhvern tíma gripið til hennar í röksemdaleiðslu sinni.
Jóhannes ritar guðspjall sitt miklu síðar en þeir Matteus og
Lúkas sín. Hafi hann þekt hugmyndina um yfirnáttúrlegan
getnað, hefur hann ekki hirt um að geta hennar eða ekki
þózt þurfa að styðja trúna á ]esúm sem guðsson með slíku.
Guðdómur ]esú eða guðdómleiki var ekki fólginn í líkama
hans, heldur í anda hans, hinni eiginlegu veru.
4. Og nú kem ég loks að fjórða skilningnum, sem lagður
er í hugtakið »guðs-sonur< í N. tm. Hans verðum vér hvergi
varir nema í Matt. 1 og Lúk. 1 (og 2), — ef ummæli Lúk-
asar ber þá að skilja þann veg. Um það er ég fyrir mitt leyti
ekki fyllilega sannfærður. En hann kemur áreiðanlega fram í
fyrsta kapítula Matteusar-guðspjalls. Þar er þessu haldið fram:
Jesús var guðs-sonur vegna þess, að hann átti ekki jarðnesk-
an föður, heldur var hann getinn af heilögum anda. — Hug-
myndin um yfirnáttúrlegan getnað var alþekt meðal Grikkja.
Þar sem trúin á marga guði var ríkjandi, hugsuðu menn sér,
að guðirnir lifðu eins konar fjölskyldulífi, líkt og mennirnir,
og eignuðust börn, og það, sem furðulegra var, stundum með
jarðneskum konum. Slíkur hugsunarháttur var svo fjarri Gyð-