Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 37
EIMREIÐIN TRUIN Á ]ESÚM KRIST, GUÐSSON 229
komið, þá hefði aldrei nein kenning um meyjarfæðing eða
getnað af heilögum anda orðið til. Þótt þau tvö guðspjöll
hefðu jafnvel glatast, en öll hin rit N. tm. varðveizt, hefði
kristindómurinn þá glatast eða trúnni á guðdóm Krists ekki
verið haldið fram í N. tm.? Að halda slíku fram væri fjar-
stæða. Það er sama sem að segja, að hvorki Páll né Jóhann-
es^ hafi trúað á guðdóm Krists. Að ætla sér að einskorða
trúna á guðdóm Krists við trú á yfirnáttúrlegan getnað er
gagnstætt Nýja testamentinu.
I trúfræði sinni (bls. 395) tekur Peder Madsen þetta fram:
Ef vér höldum fast við guódómseðli og fortilveru Krists, þá
nægir það oss, án þess að vér þurfum að gera oss jafn-
ákveðnar hugmyndir um, með hverjum hætti umskiftin urðu,
er hann gerðist maður. Hins yfirnáttúrlega getnaðar hefur á
öllum öldum gætt lítils í kristindómsboðuninni. — Sá mikils-
virti og gætni kennari minn lagði aðaláherzluna á fortilveruna
og upprisuna og taldi alt jarðlíf Krists fá ljós sitt frá þeim
(sjá trúfræði hans bls. 383). Sama finst mér höfundur Hebrea-
bréfsins hafa gert. Hjá þeim höfundi hef ég fundið þau orðin,
sem lengi hafa staðið fyrir mér sem fegursta og sannasta
lýsingin á eðli Krists: Ijómi Guðs dýrðar og ímynd hans veru.
Matteus skýrir oss svo frá, að Jesús hafi eitt sinn spurt
lærisveinana um, hvern þeir ætluðu sig vera. Pétur svaraði
fyrir þeirra hönd: »Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs«.
Það er enn játning allra þeirra, sem trúa því, að hann hafi
verið Messías, að hann hafi verið af Guði sendur mannkyn-
inu til hjálpar og frelsunar. Þetta var meginatriði hinnar
kristilegu játningar á dögum postulanna, og það er það enn.
Vér ættum að hætta að deila um auka-atriði og láta af
þeim ljóta sið að vera með stöðuga tortrygni við aðra^út af
skoðanamun, sem alls eigi snertir kjarna trúar vorrar. í stað
bess ættum vér að sýna öllum þeim einlægt bróðurþel, sem
vilja vera lærisveinar hins upprisna drottins vors og meistara.
Leggjum allir kapp á að tileinka oss boðskap hans og að láta
nann hafa áhrif á vort eigið líf og mannlífið kringum oss.
Hann er enn sá konungur, sem öll kristnin vill lúta, hversu
frábrugðnar sem skoðanirnar kunna að vera í einstökum atr-
^oum. Og ég er þess fullvís, að vér munum engrar vegsemd-
aj óska oss fremur en þeirrar að mega kallast og vera hans
Þlónar.