Eimreiðin - 01.07.1927, Qupperneq 44
236 NÝ HEIMSSKOÐUN eimreiðin
mannkynið er á bernskuskeiði, er algengasta trúin sú, að
andar og guðir búi í stokkum og steinum á jörðunni. Náttúru-
andar eiga heimkynni sín í skógum og vötnum, og andar
framliðinna í grend við þá staði, þar sem hinir framliðnu eru
heygðir. Og þessir eru hinir fyrstu guðir. Seinna færast bú-
staðir guða og anda upp á háfjöll og út í himingeiminn.
Vér sjáum, hvernig sami guðinn skiftir um bústaði, — í með-
vitund fólksins. Þannig var Osiris, guð Egypta hinna fornu,
í fyrstu guð jarðargróðans og bjó í musterinu í Philae. Sem
slíkur var hann dýrkaður um þúsundir ára. Seinna sté hann
til himna og varð æðstur guða.1) Mikið hefur stundum borið
á trúnni á guði annara stjarna (sóldýrkun, tungl- og stjörnu-
dýrkun), þótt sú trú hverfi að mestu eftir að kristindómurinn
kemur til sögunnar.
Vér vftum enn sem komið er ekkert um, hvar annar heim-
ur er. Þegar börnin spyrja um slíkt, stendur fullorðna fólkið
ráðþrota, því fæst börn láta sér nægja það svar í fyrstu, að
hann, eða öllu heldur betri helmingur hans, sé á himnum*
Svarið er óákveðið, en það er eftirtektarvert, hve börnin
heimta stundum greið svör og gild um þessa hluti. Og óá-
nægja sú, sem svo oft ber á hjá þeim yfir þeirri einu lausn,
sem menn kunna að veita, bendir hún ekki á, að eitthvað se
bogið við svarið? Og þó er þetta svar trúarbragðanna. En
hvar í himnunum annar heimur sé, segja þau oss harla
lítið um.
Bæði guðspekingar og sumir andahyggjumenn hafa SeT*
ýmsar tilraunir til að finna öðrum heimi stað í geimdjúpunurn.
Guðspekingar tala um geðheima (astral-plan), hugheima
(mental-plan) og fleiri heima. I bók sinni Spirit lnterconvse
talar höfundurinn, ]. Hewat McHenzie, um sjö tilverusvi5
annars heims og sýnir með teikningum stærð þeirra. Er hann
svo nákvæmur í útreikningum sínum, að hann tilfærir í mílu111
fjarlægðir sviðanna frá yfirborði jarðar. Með skygni telur
hann sig hafa komist að þessu. Eru lýsingar hans á Öðrum
heimi mjög ítarlegar. Eru þar dýr og jurtir, byggingar og
önnur mannvirki, alt yfirleitt í mjög svipuðum stíl og á jörðu,
1) Sjá J. Esllin Carpenter: Comparative Religion, bls. 119-120.