Eimreiðin - 01.07.1927, Side 48
EIMREIÐIN
Tvær ritgerðir.
Eftir dr. Helga Pjeturss.
Voðinn og vörnin.
I.
Við og við eru að berast hingað fréttir af ógurlegum at-
turðum, þannig vöxnum, að slíkir hafa ekki orðið áður. Tíð-
indi þessi standa í sambandi við hinar mjög alvarlegu tilraunir,
sem á fullkomnari lífstöðvum er verið að gera til þess að
bjarga mannkyni jarðar vorrar og koma því á sanna framfara-
leið. Þegar ekki er, hérna á jörðu, tekið undir þær tilraunir,
þegar ekki geta hér orðið þær viðtökustöðvar sem þyrfti, þá
missir marks hinn mikli kraftur, sem að verki er í tilraunum
þessum, og þá eykst mjög hættan á því, að náttúran gangi ur
sínum vanalegu skorðum. Samtímis því sem skapsmunir mann-
anna æsast, svo að þeir fremja vitfirringsleg verk, verða
vatnavextir svo miklir, að ódæma skemdir hljótast af á svaeð'
um, þar sem ekki virtist ástæða til að óttast neina hættu ur
þeirri átt. Og þar sem aldrei hafa komið æðiveður, eða úr-
komur gert neinn skaða svo teljandi hafi þótt, geysa stórviðri
■líkust því, sem verst verður á mestu veðurofsasvæðum jarðar-
innar, og svo rignir með ódæmum, að vötn velta þar fram
með fossfalli sem ekki var lækjarsitra áður, og snúa í aur
og flag stórum landspildum, sem áður voru blómleg engi °3
akrar, en fólk veit ekki fyr til en vatn beljar inn í húsin með
svo miklum ofsa, að margir- drukkna í rúmum sínum. Og er
þá ótalið það, sem ef til vill er hræðilegast og flestum hefur
að bana orðið, en það eru jarðskjálftarnir.
II.
Enginn sem reynt hefur til að veita því eftirtekt, sem ifaia
hefur farið þessi ár, getur án mikillar áhyggju horft til fram
tíðarinnar. Því að það má segja með vissu, að verði eK