Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Page 56

Eimreiðin - 01.07.1927, Page 56
248 BARÁTTAN UM OLlUNA EIMREIÐIN smiðanna, þangað til það rann upp fyrir ráðandi mönnum, að vélarnar gætu orðið mestu þing til manndrápa. Og ófriðn- um er það að þakka, að menn fljúga nú yfir heimshöfin og kringum hnöttinn. Og það sem gerir olíubaráttuna enn skæðari er það, að vísindamönnum kemur saman um, að það sé ekki nema til- tölulega lítill forði af olíu til í heiminum — ekki nema til nokkurra áratuga. II. Notkun kola er gömul, en þá fyrst hófust þau til vegs, er farið var að nota þau sem orkulind. Framleiðslan fór vaxandi fram að 1860, en eigi í stórum stíl, og var þá orðin um 120 miljónir smálesta á ári. (Jm sama leyti kom olían til sögunnar, en eigi að síður margfaldaðist kolaframleiðslan næstu áratugi og hefur ávalt verið yfir 1100 miljónir smálesta á ári, síðustu árin. — Árið 1920 framleiddu Bretar 230, Bandaríkin 458, Þjóðverjar 168, Frakkar 25 og Belgar 22 miljónir smálesta af kolum. Menn áætla, að í námum þeim, sem nú eru kunnar, sjeu um 500,000 miljónir smálesta, og mundu þær því nægja í 400 ár, með líkri eyðslu og verið hefur síðustu árin. En þrátt fyrir olíu og vatnsorku má eins vel gera ráð fyrir, að kolaeyðslan fari vaxandi vegna hinnar sívaxandi orkuþarfar. Kolaeyðslan tífaldaðist á árunum 1850—90, og ætti hún enn að vaxa frá því sem nú er, yrði þess ekki langt að bíða, að heimurinn yrði kolalaus. — — Grútarlampinn er bernskuminning miðaldra manna, en ungu kynslóðinni fornaldarsaga, og eru þó ekki liðin nema 67 ár síðan steinolían kom til sögunnar. Utbreiðsla hennar var hraðari en grammófónanna, og er þá langt til jafnað. Árið 1859 var fyrsta lindin, sem nokkru nam, tekin til notkunar, — hún var í Titusville í Bandaríkjunum og gaf hér um bil eina tunnu, 160 lítra, á klukkustund. Þegar þetta spurðist, breiddist olíufaraldur um alla Ameríku, að sínu leyti eins og þegar gullið fanst í Kalíforníu skömmu áður. Um 2000 leit- arholur voru boraðar árið 1860, en algerlega skipulagslaust. Menn rendu blint í sjóinn, árangurinn varð lítill, og flestir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.