Eimreiðin - 01.07.1927, Side 58
250
BARÁTTAN UM OLÍUNA
eimreiðin
má nefna Persíu, Mosul, Birma, Japan og Galizíu, og mjög
víða finst vottur af steinolíu.
Á árunum 1890—1920 tífaldaðist olíuframleiðslan í heim-
inum, óx úr 10.35 upp í 100 miljónir smálesta. Og á síðustu
5 árum hefur framleiðslan vitanlega haldið áfram að vaxa.
Hvað framleiðsluna snertir, eru Bandaríkin langfremst, með
70.5 °/o af heimsframleiðslunni, 13.8 °/o eru frá Mexíko, 4.5 °/o
frá Rússlandi, 3 °/o frá Persíu, 2 °/o frá Austur-Indíum Hol-
lands, 1.3 °/o frá Rúmeníu, en afgangurinn skiftist á mýmörg
lönd, sem hér verða ekki talin.
Árið 1924 var kolaframleiðsla heimsins 1347.5 miljónir
smálesta, en olíuframleiðslan nálega tíu sinnum minni, 140.25
miljónir smálesta. En rangt er að leggja þyngdina til grund-
vallar, þegar kol og olía eru borin saman, vegna þess, hve
miklu hagkvæmari og drýgri orkugjafi olían er. Eitt kíló-
gram af góðum kolum hefur um 7000 hitaeiningar, en sama
þyngd af steinolíu yfir 10,000. Auk þess nýtist olían betur
við brenslu en kolin, og má því leggja tvær smálestir kola
móti einni smálest af olíu. Hestorkuárið1) jafngildir 5.5 kola-
smálestum, og hefur því orkugildi kolaframleiðslunnar 1924
numið 245 miljónum hestaflaára, en olíunnar 51 miljón.
Sama ár voru um 14 miljónir hestafla virkjuð í fallvötnum alls.
Sá starfandi kraftur, sem mannkynið hefur haft í þjónustu
sinni það ár, hefur því alls numið 310 miljónum hestorkum.
III.
Lengi hafa skoðanir verið skiftar um uppruna og myndun
steinolíulinda. Menn héldu lengi vel, að olían væri af ólíf-
rænum uppruna, mynduð niðri í jörðunni við sameining kola-
efnis og vatnsefnis, en flestir eru nú fallnir frá því. Nú halda
menn því fram, að olían hafi myndast úr gömlum dýra- og
jurtaleifum. Þegar þessar lífrænu leifar verða fyrir áhrifum
lofts og vatns, breytast þær í gas og önnur efni, en undir
sérstökum kringumstæðum, t. d. þar sem leifarnar safnast fyrir
1) Hestorkuár: Orka sú, sem eitt hestafl framleiðir með óslitnu starfi
á einu ári.