Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 58

Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 58
250 BARÁTTAN UM OLÍUNA eimreiðin má nefna Persíu, Mosul, Birma, Japan og Galizíu, og mjög víða finst vottur af steinolíu. Á árunum 1890—1920 tífaldaðist olíuframleiðslan í heim- inum, óx úr 10.35 upp í 100 miljónir smálesta. Og á síðustu 5 árum hefur framleiðslan vitanlega haldið áfram að vaxa. Hvað framleiðsluna snertir, eru Bandaríkin langfremst, með 70.5 °/o af heimsframleiðslunni, 13.8 °/o eru frá Mexíko, 4.5 °/o frá Rússlandi, 3 °/o frá Persíu, 2 °/o frá Austur-Indíum Hol- lands, 1.3 °/o frá Rúmeníu, en afgangurinn skiftist á mýmörg lönd, sem hér verða ekki talin. Árið 1924 var kolaframleiðsla heimsins 1347.5 miljónir smálesta, en olíuframleiðslan nálega tíu sinnum minni, 140.25 miljónir smálesta. En rangt er að leggja þyngdina til grund- vallar, þegar kol og olía eru borin saman, vegna þess, hve miklu hagkvæmari og drýgri orkugjafi olían er. Eitt kíló- gram af góðum kolum hefur um 7000 hitaeiningar, en sama þyngd af steinolíu yfir 10,000. Auk þess nýtist olían betur við brenslu en kolin, og má því leggja tvær smálestir kola móti einni smálest af olíu. Hestorkuárið1) jafngildir 5.5 kola- smálestum, og hefur því orkugildi kolaframleiðslunnar 1924 numið 245 miljónum hestaflaára, en olíunnar 51 miljón. Sama ár voru um 14 miljónir hestafla virkjuð í fallvötnum alls. Sá starfandi kraftur, sem mannkynið hefur haft í þjónustu sinni það ár, hefur því alls numið 310 miljónum hestorkum. III. Lengi hafa skoðanir verið skiftar um uppruna og myndun steinolíulinda. Menn héldu lengi vel, að olían væri af ólíf- rænum uppruna, mynduð niðri í jörðunni við sameining kola- efnis og vatnsefnis, en flestir eru nú fallnir frá því. Nú halda menn því fram, að olían hafi myndast úr gömlum dýra- og jurtaleifum. Þegar þessar lífrænu leifar verða fyrir áhrifum lofts og vatns, breytast þær í gas og önnur efni, en undir sérstökum kringumstæðum, t. d. þar sem leifarnar safnast fyrir 1) Hestorkuár: Orka sú, sem eitt hestafl framleiðir með óslitnu starfi á einu ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.