Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Page 60

Eimreiðin - 01.07.1927, Page 60
252 BARÁTTAN UM OLÍUNA EIMREIÐIN grænum blæ. Á síðari árum eru menn farnir að nota óhreins- aða olíu, en mestur hluti heimsframleiðslunnar er þó hreins- aður með eimsuðu (destillation). Allri olíu má skifta í tvo flokka, eflir því hvort dreggjarnar, sem eftir verða við eim- suðu, eru asfalt eða ljósleitt parafín. Við eimsuðuna er olían greind sundur í ólíkar tegundir, eftir því hve lágt hitastig hún þarf til að gufa upp, bensín gufar fyrst upp, þá venjuleg steinolía (lampaolía), þá dieselmótorolía, þá olía, sem notuð er til brenslu undir eimkötlum, smurningsolía o. s. frv. Enn fremur eru unnin úr olíunni ýms aukaefni, svo sem fenól og tjara. Mikill munur er á steinolíu- og bensín-innihaldi olíunnar, eftir því hvaðan hún er. (Jr olíu frá Pennsylvaníu fást t. d. 10—20°/o bensín, 55—75 °/o steinolía og 10—20 °/o aðrar olíur og efni, sem hafa hærra suðumark en 300 stig. En í olíu frá Baku er aðeins 5 °/o bensín, 25—30 °/o steinolía, en önnur efni 60—65 °/o. Með sérstökum úlbúnaði má þó ná meiri steinolíu úr afganginum, en það þykir ekki borga sig síðan farið var að nota olíusora til kyndunar undir eim- kötlum. — Á sama hátt og menn hafa gert áætlanir um kolaforða heimsins, hefur einnig verið reynt að reikna út olíuforðann í iðrum jarðarinnar. Er olíuáætlunin talin áreiðanlegri en kol- anna; kol leynast betur í jörðinni, og menn hafa leitað miklu betur að olíu en kolum, því þar var eftir meiru að slægjast. Olíulind er meiri auðsuppspretta en kolanáma. Samkvæmt áætluninni eru ekki nema 7,700 miljónir smálesta eða um 60,000 miljónir tunnur í olíulindum þeim, sem menn þekkja nú. Síðan 1913 hefur framleiðslan aukist að meðaltali um 10°/o á ári og er nú yfir 1000 miljónir tunnur árlega. Með sama áframhaldi verða olíubirgðir þær, sem menn vita um nú, jetn- ar upp á aðeins 20 árum! En væru skorður reistar við þvk að árseyðslan færi fram úr þúsund miljónum tunnum, mundu birgðirnar endast í 60 ár. Sérstaklega eru horfurnar eftirtektarverðar í Bandaríkjunum- í lindum þar telja menn að til séu tæpar 10,000 miljónir tunnur, en ársfamleiðslan er yfir 700 miljónir tunnur. Þo Ameríkumenn auki ekki framleiðsluna frá því sem nú er, geta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.