Eimreiðin - 01.07.1927, Side 65
eimreiðin QRÆNA FLUGAN .257
Waður með gleraugu á nefi akandi í vagni þeim, sem sendur
hafði verið á brautarstöðina. Læknir þessi var ekki mikill fyrir
niann að sjá.
)ón gamli átti unga konu. Hún tók á móti lækninum við
Hliðið.
*Eruð þér læknirinn frægi frá Budapest?« spurði hún.
^Það veitir víst ekki af, að þér komið undir eins og lítið á
manninn minn. Hann gerir þetta líka litla veður út af smá-
stungu eftir flugu. Það er engu Iíkara en fíll hefði bitið hann«.
Þetta var haugalýgi. ]ón hafði aldrei mælt eitt æðruorð,
ekki minst á stunguna að fyrra bragði, og var mjög stuttur í
spuna, þegar læknirinn kom inn til hans, þar sem hann lá
hinn rólegasti í rúmi sínu, með gæruskinn undir höfðinu og
Pípuna í munninum.
»Hvað er að, gamli maður?« spurði læknirinn. »Mér skilst,
uð fluga hafi stungið yður«.
»Rétt er það« svaraði bóndi og beit á vörina.
Hvers konar fluga var þetta ?«
»Hún var græn«, hreytti ]ón út út sér.
*Spyrjið hann bara, læknir, spjörunum úr«, greip konan
^am í. »Ég verð að fara og gá að því, sem ég er að gera.
Eg á níu brauð í ofninum*.
»Gott og vel, móðir góð«, sagði læknirinn blátt áfram.
Hún hrökk við, eins og hún hefði verið stungin, og brá
höndum um mjaðmir sér: »Hvað segið þér! Þér, sem gætuð
Venð faðir minn«. Hún sagði þetta með hálfgerðri þykkju, en
9af lækninum þó hýrt auga um leið. »Þér sjáið víst ekki vel
1 Segnum þessa glugga, sem þér hafið á nefinu*.
Svo snerist hún á hæli og þaut út í eldhús. Hún var bein-
Vaxin og bar með sér yndisþokka afls og æsku. Hvítu pilsin
ennar þyrluðust eins og í stormi um leið og hún rauk á dyr.
®knirinn fylgdi henni með augunum. Hún var tælandi falleg,
•niklu yngri en hann, og því mjög miklu yngri en eiginmað-
Ur>nn. Birli prófessor ætlaði að segja eitthvað sér til afsök-
Unar> en hún var horfin áður en hann gat komið upp nokkru
orði.’’
l)æja, látið mig sjá hendina. Hafið þér verk í henni?«
*Ekki er laust við það«, svaraði bóndi.
17