Eimreiðin - 01.07.1927, Side 66
258 GRÆNA FLUGAN eimreiðiN
‘ Læknirinn skoðaði bólguna og varð alvarlegur á svipinn.
' »Þettá er illkynjað. Flugan hlýtur að hafa vérið eitruð*.
»Mjög líklegt*, sagði ]ón og sýndi ekki á sér nein merki
geðshræringar. »Ég býst við, að hún hafi ekki verið eins og.
flugur gerast*.
»Það hefur verið hræfluga«.
]ón Gal tautaði blótsyrði. Það voru öll svörin við þessum
upplýsingum.
»Það var hepni, að ég kom í tæka tíð. Nú eru góð ráð
dýr. Þér munduð ekki hafa lifað svona af til morguns«.
»Svo—o—o!« sagði bóndi og tróð tóbaki í pípu sína með
þumalfingri.
»Blóðeitrun er fljót að verka. Við megum engan tíma missa.
Þér verðið að herða upp hugann, maður minn. Ég verð að
taka af yður handlegginn«.
»Af mér handlegginn?« át ]ón eftir steinhissa og hálfgramur,
en þó með nokkurri undirgefni.
»]á, það er óumflýjanlegt«.
]ón Gal mælti ekki orð. Hann hristi bara höfuðið og hélt
áfram að reykja.
»Sjáið þér til, þetta sakar yður ekki vitund. Ég svæfi yður;
og þegar þér vaknið er alt um garð gengið. Að öðrum kosti
verðið þér steindauður á morgun um þetta leyti. Enginn getur
bjargið yður, ekki einu sinni sjálfur guð almáttugur«. Læknir-
inn talaði í mjög vingjarnlegum róm og sannfærandi.
»Æ, má ég vera í friði«, sagði ]ón, eins og hann væri orð-
inn þreyttur á þessu masi. Svo sneri hann sér til veggjar og
lokaði augunum.
Þessi þrjóska kom alveg flatt upp á lækninn. Hann fór út
til þess að hafa tal af húsmóðurinni.
»Hvernig líður manninum rnínurn?* spurði hún eins kæru-
leysislega og framast mátti verða. Hún leit ekki einu sinn'
upp frá verki sínu, eins og hún vildi með því sýna lækninum-
hve mjög hún fyrirliti hann.
»llla. Ég kem einmitt til að biðja yður um að fá hann *i
að lofa mér að taka af sér handlegginn*.
»Hamingjan góða«, hrópaði hún, og varð snjóhvít í framam
eins og svuntan, sem hún bar. »Er það nauðsynlegt?«