Eimreiðin - 01.07.1927, Side 69
éímreiðin GRÆNA fLUGAN 261
»Rebekka gamla spákona á heima í öðru húsi frá húsi
Galshjónanna*, sagði sýsluskrifarinn.
Laeknirinn rétti að henni tvær silfur-flórínur.
»Eg er skotinn í kvenmanni og vil fá eitthvað, sem hrífur,
svo hún elski mig í móti«, sagði hann.
»0, það er ekki hægt, góðurinn minn. Þú ert alveg eins
°2 fuglahræða, og stúlkurnar verða ekki skotnar í mönnum
eins og þér«.
»Satt að vísu, heillin, en ég hef ráð á að gefa henni alt
Það silki, sem hún vill, og ekki skal hana skorta peninga*.
»0g hver er þá konan?«
»Frú Gal«.
»]a hérna, ekki slíturðu upp þá rósina, sem áður er upp
slitin «.
Þetta var einmitt það sem læknirinn vildi veiða.
»En hver getur það verið — — —?«
»En hann Páll Nagy, kaupamaðurinn. Hún hlýtur að vera
skotin í honum, því hún kemur hingað svo oft til þess að fá
Ég gaf henni ársgamla ösku af þriggja ára gamalli mjað-
Urh til þess að láta í vínið hans«.
»En grunar ]ón Gal ekki neitt?«
»Hann sér ekki við konuklækjum, þó hann sé slóttugur,
tað skaltu vita«.
Læknirinn fór við svo búið, og þegar hann kom heim að
^úsinu, fann hann elskendurna enn á tali. Haupamaðurinn
Var að kemba hestunum, sem áttu að aka lækninum á járn-
brautarstöðina. Húsfreyja benti lækninum að koma, stakk hend-
lnni í barm sér og tók upp þrjú hundruð flórínur í seðlurn.
*Þetta er fyrir ómakið«, sagði hún og rétti honum peningana.
»Rétt er það«, sagði læknirinn, »en það eruð þér, mín fagra
ru. sem hafið það á samvizkunni, að ég hef ekki unnið betur
úl launanna en er«.
»Ekki þyngir það á sál minni. Verið alveg óhræddur*.
. l]æja, viljið þér sjá um, að taskan mín verði látin út í vagn-
lnr|. meðan ég geng inn að kveðja manninn yðar?«
]ón Gal lá nákvæmlega í sömu skorðum og áður. Hann
a‘ði ekki kveikt í pípu sinni og lá með aftur augun, eins
°9 hann hefði fengið sér dúr.