Eimreiðin - 01.07.1927, Qupperneq 75
eimreiðin
ERFÐASKRÁ BEETHOVENS
267
beim með ráðvendni, látið ykkur koma vel saman og hjálpið hvov öðrum.
Þér, Karl bróðir, þakka ég sérstaklega fyrir þá umhyggju, sem þú hefur
sVnt mér í seinm tíð. Það er ósk mín, að þið megið hafa betra og
áhyggjuminna líf en ég. Kennið bórnum ykkar dygðir: þær einar geta
Sert menn hamingjusama, ekki peningarnir; ég tala af reynslu. En það
v°ru þær, sem gátu jafnvel hafið mig upp úr eymd minni. Auk listar-
wnar, er það þeim að þakka, að ég lauk ekki lífi mínu með sjálfsmorði.
Verið þið sælir og elskið hvorn annan! — Öllum vinum þakka ég,
sersíaklega furstanum Lichnowsky og próf. Schmidt. — Hljóðfærin frá
tichnowsky fursta óska ég, að verði geymd hjá öðrum hvorum ykkar;
þó má ekki verða misklíð á milli ykkar út af því. En jafnskjótt og þau
seta orðið ykkur að gagni, þá seljið þau að sjálfsögðu. fiversu feginn
er ég ekki, ef ég get líka í gröfinni orðið ykkur að einhverju gagni!
Þá veri þessu lokið. — Með gleði flý ég í arma dauðans. — Ef hann
kemur fyr en ég hef haft færi á að láta alla mína listhæfileika njóta
Sln, þá mun hann þrátt fyrir mín hörðu örlög koma of snemma, 'og ég
mundi óska að hann kæmi seinna. — En þó mundi ég einriig taka hon-
u,n með fögnuði, því að hann frelsar mig frá endalausu píningarástandi.
Kom, þegar þú vilt: ég geng hughraustur á móti þér. — Lifið heilir
°S sleymið mér ei alveg með dauðanum. Eg verðskulda það ykkar vegna,
af því að ég hef um æfina ott hugsað um ykkur og um það að gera
Vkkur hamingjusama; verið það! —
Heiligenstadt þ. 6. október 1802.
Ludwig van Beethoven.
Lleiligenstadt þ. 10. október. Þá kveð ég þig — og með hrygð. — Já,
rnina elskuðu von, sem ég tók með hingað, að fá bata að minsta kosti
aó einhverju leyti, hana verð ég nú að yfirgefa að fullu og öllu. Eins og
fauf haustsins visna og falla, eins er — hún nú fölnuð fyrir mér. Nærri
því eins og ég kom hingað, — eins fer ég héðan; — jafnvel háleita hug-
rekkið —, sem gagntók mig oft um fagra sumardaga, — er horfið. —
P> forsjón, — veit mér einu sinni einn heilan gleðidag! — Lengi hefur
rnnilegt bergmál sannrar gleði verið mér ókunnugt. O, hvenær, ó, hvenær,
°> suðdómur, fæ ég aftur að finna til þess í musteri náttúrunnar og
mannanna! — Aldrei? — nei — ó, það væri of hart! —