Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 80
272 BRÉF UM MERKA BÓK eimreiðin
svo, sannar tilvist rómaldna, svo að ekki verðr um það deilt.
Hákveður og lágkveður eru til í hverri tungu. En lítið ber
stundum á þeim, þegar tafsað er eða talað mjög ringjum.
Talmálið danska er mjög ringjótt, og ekki virðist mjer norskan
betri, nema síður sje. Enskan er og ringjamál, þegar hún er
töluð. Islenzkir menn, er hafa verið lengi erlendis, missa
næmleik fyrir rómöldum, í lesmáli og þó einkum, ef þeir hafa
farið ungir utan. Ætli Blass riti um rómöldur? Og ef hann
gerir það, væri gaman að vita, hvort hann hyggr, að meiri
samstöfufjöldi en þríliður geti rúmast í kveðu, er hann mun
ef til vill nefna »takt« eða eitthvað, er samsvarar því orði.
Ordahæðin. — Orðahæðin er hið fjórða, sem hrynjandin
hefr við að styðjast. Hæð orðanna verðr fjögur stig, eins og
þjer sjáið í bókinni. Hver sá maðr, sem er skáldmæltr, hlýtr
að finna þennan mun, jafnvel þótt hann geri sjer sjaldan eða
aldrei grein fyrir honum. Rómaukana geta menn reiknað.
Fróðlegt væri að vita, hvort Blass ritar um rórnhæð orða og
hvort okkur kemur saman um hana, stigafjölda og flokkun.
Þekking fornmanna. — ]eg er þeirrar skoðunar, að jeg hafi
um fáar reglur ritað, sem fornmenn hafi ekki þekt. Jeg á
hjer, eins og gefr að skilja, við grundvallarreglur, en ekki
smávægilegar greiningar og heiti á hlutum. En hitt er annað
mál, hvort mjer tekst að sanna þetta. Geri jeg ráð fyrir því,
að mjer takist það ekki, en líkurnar eru margar og á annari
hverri þúfu, að kalla má.
Bezt er þó að taka það fram, að þekking hinna fornu höf-
unda, er rituðu sögurnar, er í raun og veru auka-atriði. Oss,
sem nú erum uppi, er eins mikil nauðsyn á því að þekkja
hrynjandi málsins, hvort sem þeir þektu hana eða ekki. Ef
við viljum rita eins vel og þeir, eða jafnvel betr, þá er oss
það nauðsyn að þekkja eðli þeirrar tungu, sem við notum,
eins vel og framast má verða. Ef einhver gæti sannað okkur,
að fornmenn hafi eigi þekt aðalsetning frá aukasetningu, þá
er ekki þar með sannað, að við megum ekki öðlast þessa
þekking, eða að hún geti oss ekki að gagni orðið. Og göng-
um feti framar. Gerum ráð fyrir því, að fornmenn hefði ritað
illa sögurnar og ruglingslega. Eigi verðr sjeð, að við þyrftum
að rita illa, þótt við sjeum niðjar þeirra. Sá maðr, er sann-