Eimreiðin - 01.07.1927, Side 83
eimreiðin
BRÉF UM MERKA BÓK
275
háttlaust er, og týnist. Nú höfum við, sem getum lesið ís-
lendingasögur, ærinn styrk af þeim. Þó sjáum við og finnum,
að erlend áhrif eru svo mögnuð, að þau glepja okkr sýn.
Hugsunin verðr erlend, eins og til dæmis þegar góðr höf-
undr segir: »Jeg varð allur að einni hlust«. Orðavalið ber og
stundum erlendan keim, þótt eigi sje notuð erlend orð, setn-
ingaskipun er hjá mörgum erlend, og þar við bætist háttleysið.
Allt þetta átti Ari prestr við að stríða, en vann þó sigr
á því.
Talandin. — Þegar feðr vorir færðu í letr sögurnar, var
þá, eins og nú, þrenns konar »mál« í tungunni, talandin,
hrynjandin (háttbundið frásagnamál) og kveðandin.
Talandin er hið lifandi mál. Hún er að vísu háttbundin mjög,
en er þó mesti gallagripr. Mörgum og þó einkum óvönum er
nokkr styrkr að því að gera sjer far um að skrifa eins og
þeir tala. En ekki má mikið að því gera. Hroðvirkni og
hröslarabragr einkennir mjög. málfar þeirra, er þetta gera.
Orðavalið verðr ekki ávalt gott, setningaskipun lítt vönduð,
Sreinirinn lafir í öðru hvoru nafnorði, og læpubragr verðr á
fnálinu. Hrynjandilýlin verða mörg. Er sem margar hendingar
hafi það, er kalla mætti rekkigalla. Það nefna danskir íþrótta-
rnenn »Holdningsfejl«.
Talandin hefr þennan mikla galla, að efnisáherzlur eru í henni
tíðar. Hún brýtr bág við eðli máls, þegar minnst vonum varir.
Hún hefr það til að leggja niðr tvo eða þrjá bragliðu í róm-
dæld og lyfta svo einu orði eða setningahluta upp úr öllu
valdi. Skal hjer bent á dæmi:
Það var ekki fyrr
en um átta hundruð.
Maðr nokkr, sem verið hefr lengi erlendis, vildi að hend-
ln9ar þessar væri bornar fram, sem hjer er sýnt. Hann kvað
áherzlu lenda á orðinu »fyrr« og svo á orðinu »átta« og
aukaáherzla á orðinu »hundruð«. En enginn myndi yrkja
svo. Og undarlega er íslendingum brugðið, ef þeir lesa svo
ahir. Liggr nær að segja, að slík talandi sem þessi, sje ekki
^slenzk, heldr dönsk. íslendingar herða á orðinu »ekki«, og
her tvent til þess. Annað er það, að hugsanaþunginn hvílir í
neitun, en hitt er það, að orðið »ekki« tekur stuðlan. Orðin