Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 87
eimreiðin
Grettissund Erlings Pálssonar.
»En er þat fréttist, at Grettir hafði lagzt viku sjávar, þótti
öllum frábærr frækleikur hans«, segir í Grettis sögu, og enn
er þetta afrek að ágætum haft. Þó eru þeir menn til, sem
engan trúnað hafa lagt á þessa frásögn, en þeir munu nú
óðum fækka, því að í sumar hefur Erlingur Pálsson »lagzt
viku sjávar* og synt til lands úr Drangey, eins og Grettir.
Hér verður sagt frá sundi Erlings og tildrögum þess, og
farið eftir frásögnum þeirra Sigurjóns Péturssonar og Erlings
sjálfs.
Fyrir fimtán árum flaug Erlingi fyrst í hug að freista þessa
sunds, en ekki hafði hann orð á því við nokkurn mann, fyrr
en sumarið 1917. Þá kom heim hingað skáldið Stephan G.
Stephansson, og hugðist Erlingur að fara norður með honum
og synda þá úr Drangey. Erlingur var einn þeirra manna,
sem gengust fyrir samskotum til þess að bjóða Stephani heim,
og hafði honum orðið vel ágengt. Vissi hann, að Stephan
ætlaði að koma í Drangey og vildi þá, ef verða mætti, þreyta
sundið um líkt leyti. En Stephan fór héðan austur um land,
og hvarf Erlingur þá frá þessari ráðagerð. Þó bar hann þetta
undir einn mann, sem kunnugur var nyrðra, en sá bað hann
að vera ekki svo vitlausan að reyna slíkt, því að sjór væri
þar miklu kaldari en hér syðra, og það væri lygi, að Grettir
hefði synt úr Drangey. Síðan drap hann á þetta við dr. Helga
Pjeturss, en hann taldi ugglaust, að Grettir hefði synt úr eynni
°9 að líkindum getað synt enn lengra. Bjóst hann og við, að
Erlingi yrði það ekki ofraun. Þótti Erlingi þetta góð spá, en
bó varð ekki úr framkvæmdum fyrr en í sumar.
Svo bar við, að varðskipið Oðinn ætlaði héðan norður fyrir
land seint í júlímánuði. Sigurjón Pétursson glímukappi vissi
ráðagerð Erlings og lagði fast að honum að sæta þess-
ari ferð. Og með því að far var auðfengið hjá skipherra, þá
roðst Erlingur norður á Óðni, en þeir voru með honum Sig-
Ur]ón Pétursson, Ólafur bróðir Erlings og Benedikt G. Waage,