Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 88
280 GRETTISSUND ERLINGS PÁLSSONAR eimreiðin
forseíi íþróttasambands íslands. Sigurjón var fararstjóri. Lögðu
þeir af stað úr Reykjavík hálfri stundu eftir miðdegi föstu-
daginn 29. júlí. Þeir héldu viðstöðulítið til Sauðárkróks, komu
þar síðdegis næsta dag og skildu þar við Oðin.
Á leið út Faxaflóa hafði það borist í tal, hvort hætta gætistaðið
af hákarli á Drangeyjarsundi.
Sagði þá einhver, að þar
væri gömul hákarlamið, en
]óhann P. Jónsson skipherra
á Oðni sagði þeim, að hann
hefði nokkuru áður legið í
höfn við Vestmannaeyjar, og
gerðu sumir skipverja sér
það þá til gamans að synda
milli Oðins og annars skips,
er lá skamt þaðan. En er
þeir voru fyrir skömmu
farnir af sundinu, kom gríð-
arstór beinhákarl að Oðni
og sveimaði um stund í milli
skipanna, þar sem mennirn-
ir höfðu áður verið á sundi.
— Er sennilegt, að hjátrúar-
fullum mönnum hefði þótt
saga þessi ills viti.
Nú er þar til að taka er
þeir félagar voru komnir til
Sauðárkróks. Þeir gistu þar aðfaranótt sunnudags 31. júlímán-
aðar, en héldu þaðan næsta morgun um kl. IOV2, út að Reykjum
í opnum vélbát, en höfðu lítinn bát í eftirdragi. Létu þeir það eitt
upp um ferðir sínar, að þeim léki hugur á að skoða Drangey.
Eigandi bátsins og formaður hét Lárus Kr. Runólfsson, en
vélamaður var Sigurður Gíslason frá Eyrarbakka. Þriðji mað-
ur hét Bjarni Jónsson, og var hann ráðinn leiðsögumaður til
Drangeyjar, því að hann hafði Iengi sótt sjó þaðan. Kunni
hann frá mörgu að segja og var hinn skemtilegasti.
Veður var hið bezta, og sáu þeir víða vaða síldartorfur og
stórhveli í einni þeirra, en mörg skip voru þar að veiðum.