Eimreiðin - 01.07.1927, Síða 93
eimreiðin GRETTISSUND ERLINGS PÁLSSONAR
285
að svo ilt var orðið í sjó, þegar á leið, að þeir vildu vera
við öllu búnir, ef éitthvað bæri út af.
Það er enn af Erlingi að segja á þessu sundi, að hann hafði
öllu öðru fremur hugann á því að komast leiðar sinnar. Hann
varð þess eitt sinn var, að sjórinn iðaði undarlega kringum hann,
og flaug honum í hug, að hann væri í síldartorfu, og reynd-
ist það rétt. Þegar hvessa tók, átti hann um þriðjung leiðar
ófarinn. Hann kveðst muna eftir því, að hann hafi séð neðan
undir kjölinn á vélbátnum, þegar hann reis á báruhryggjun-
um, en róðrarbátinn sá hann stundum nokkuð ofanhalt við
sig, en stundum hvarf hann með öllu, svo að ekki sást nema
á kollana á mönnunum. Fanst honum þeir þá líkastir fuglum
á sundi, og í hvert sinn, sem hann sá þá út undan sér,
kvaðst hann hafa sagt við sjálfan sig: »Þarna eru þá fugl-
arnir mínir!« Sigurjón Pétursson sat í skut bátsins og bar
hátt. Þegar á leið sundið, hafði hann yfir sér heklu mikla úr
Alafoss-dúki. Oft kom Erlingur auga á hann og þótti maður-
inn ærið karlmannlegur og mikið traust að honum í þessari
svaðilför. En er á leið sundið, varð honum oft hugsað til
Grettis, og að gaman væri, ef hann væri nú kominn til þess
að synda samsíðis honum. — Um klukkan átta að kveldi
dró fyrir sólu, og eftir það fanst honum sundið þyngjast, en
fjarri fór, að hann örvænti um að ná landi.
Þegar þeir félagar höfðu hvílt sig á Reykjum og þegið
hinn bezta beina, héldu þeir til Sauðárkróks. Voru þá hinir
kátustu og sungu alla leið, unz þeir komu þangað laust
iyrir kl. 3 um nóttina. Tókst þeim seint að vekja upp
Loks tók Benedikt Waage það ráð að fara inn um glugga
1 gistihúsinu, en í sömu svifum var gengið til dyra. Sváfu
beir þar um nóttina, en næsta morgun var Erlingur lasinn.
Hafði hann áður kent hálsbólgu og hafði nú tekið létta hita-
Veiki. En næsta dag var hann alheill og hefur ekki kent sér
nokkurs meins síðan. Svo mikið fanst mönnum á Sauðár-
króki til um afrek Erlings, að fánar voru dregnir þar á stöng
1 virðingarskyni við hann. Sóknarprestur þar, síra Hálfdan
Prófastur Guðjónsson, lét svo um mælt við Sigurjón Péturs-