Eimreiðin - 01.07.1927, Side 98
290
LÖQ FJÖLNISMANNA
EIMREIÐIN
11. gr. Forseti kveður menn til funda.
12. gr. Forseti ræður á fundum, hann leyfir að tala og bíður
að hætta, þegar honum þykir of langt frá efninu vikið.
13. gr. Forseti gengst fyrir prentun rits vors á því ári, er
hann hefur sýslu. Ritið á að vera búið við forseta skifti.
14. gr. Forseti annast bókasölu, og má hann í því skyni
taka sér aðstoðarmann, og er sá kosinn á lögmætum fundL
15. gr. Félagið tekur sér skrifara, og er hann valinn á árs-
fundi. Hann bókar það, sem fram fer á fundum, og ritar
bréf félagsins með umsjón forseta. Hann lætur taka sér að-
stoðarmann, ef hann vill, og er sá kosinn á lögmætum fundi.
16. Sérhver grein, sem ætluð er í rit vort, er fyrst lesin á
lögmætum fundi, og ef henni er veitt viðtaka, þá er hún tekin
annaðhvort skildagalaust eða með því skilyrði, að nokkru sé
breytt. Síðan er kosin 3 manna nefnd að grandskoða grein-
ina að höfundi viðstöddum, ef hann vill og getur, og segir
nefndin honum, hvar sér þyki umbóta þörf, og hverra, ef
henni hugsast það. ]afnan þegar einhverri grein hefur verið
breytt, er hún lesin á fundi í annað sinn og skýrt frá, hverju
breytt sé og af hverjum rökum, þar sem þess þykir þurfa.
Nú er grein með skildaga tekin, og lætur höfundur sér það
líka, en kemur sér ekki saman við nefndina, þá sker félagfö
úr, hvort það vill hafa greinina með þeim breytingum, sem
gerðar eru. í kvæðum eða ritgerðum fjarlægra manna verður
engu breytt, nema þeirra sé leyfi til.
17. gr. Örkina borgum vér fyrst um sinn með 5 dölum.
5. þáttur.
Um rétt og skyldur félagsmanna.
18. gr. Allir félagar eru jafningjar nema að því, er fyr var
mælt um atkvæði forseta. Þeir eiga allir sæti á fundum og
fult atkvæði og rétt til að mæla á fundum, sem lög vor leyfa-
fremst, en þyki nokkrum sér óréttur ger, beri hann undir
dóm fundarmanna.
19. gr. Af bókum þeim, sem félagið lætur prenta, fær hver
félagsmaður eina. v
20. gr. Hinar bækurnar á félagið sjálft, og söfnum vár and-