Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Qupperneq 110

Eimreiðin - 01.07.1927, Qupperneq 110
302 RITSJÁ EIMREIÐIN trúarjáfningunni. SkoÖun hans var sú, að postullega trúarjáfningin hefði þau atriði inni að halda, sem kristnir menn hlytu að hneykslast á, ef hinn ríkjandi skilningur kirkjunnar fengi að ráða. Nefndi hann þar til annað eins atriði og meyjarsonernið. Deilunni út af postuliegu trúar- játningunni lauk svo, að „þegar 19. öldin gekk til grafar, mátti heita, að flestir háskólaguðfræðingar þýzkir, bæði af stefp.u íhaldsmanna og frjáls- lyndra, hefðu skipað sér við hlið Harnacks í þessu máli“, eins og Jón biskup Helgason kemst að orði í fyrnefndum formála. Bók sú, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, er safn af fyrirlestrum, sem Harnack hélt við Berlínarháskóla veturinn 1899—1900, um eðli kristindómsins (Das Wesen des Chrístentums). Fyrirlestrar þessir komu út í fyrsta sinn sumarið 1900 og vöktu mikla athygli og deilur. And- stæðingar Harnacks vildu stimpla höfundinn háskalegan vantrúarmann, en það tókst ekki. Augu manna hafa æ betur verið að opnast fyrir því, að rifið er „stórfeld vörn fyrir fagnaðarboðskap Jesú“. í ýmsum atriðum hafa trúmálaskoðanirnar skýrst og tekið breytingum til bóta, síðan Harnack reit þessa bók. Birtu hefur brugðið yfir, þar sem áður var myrkur. Fjölmargt í Nýja testamentinu, sem mentamenn fyrir og um aldamótin síðustu gátu með engu móti samrýmt skilningi sínum á tilverunni, er í augum margra nútíðarmanna vel skiljanlegt. Harnack hefur ekki fremur en aðrir komist algerlega hjá því, að vera barn sinnar tíðar. En hann er brautryðjandi hins nýja tíma í guðfræði, og maður hlýtur að dáðst að skarpskygni hans, víðtækri þekkingu hans og hæfileika til að sýna lesendunum kjarna hinnar kristnu trúar. Og þó er það auðmýkt hans gagnvart Kristi og ást hans á fagnaðarerindinu hreinu og óspiltu, sem hrífur oss mest. Eftir að hafa farið hamförum um heima kristnisögunnar, alt frá upphafi fram til vorra daga, skýrt alt og skilið hveitið frá hisminu, verður niðurstaða hans sú, að kjarni kristindómsins sé öllum öðrum boðskap æðri. En sá kjarni sé kær- leikurinn til guðs og náungans. Hann einn gefi lífinu gildi. Það er eftirtektarvert, að annar eins vísindamaður og Harnack lýkur bók sinni með þeirri yfirlýsingu um vísindin, að þau séu að vfsu dýrðleg, fræði oss um sfaðreyndir, leiði mótsagnir í ljós, setji fyrirbrigði í samband hvert við annað og leiðrétti blekkingar í heimi skynjunar vorrar og hugmynda, en ein út af fyrir sig geti þau ekki komið í stað trúarinnar, vonarinnar og kærleikans. Þessi niðurlagsorð Harnacks, koma þau ekki vel heim við skoðanir allra mestu anda mannkynssögunnar: að þrátt fyrir síaukna þekkingu séu alt af eftir ókönnuð hinsfu rökin, og að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.