Eimreiðin - 01.01.1930, Side 21
Eimreiðin
Við þjóðveginn.
íslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Eg veit ekki hvort þau móta fegurri óskir í orð, hátíðar-
skáldin í ár, en þessi er úr þjóðsöngnum frá 1874. En víst
er Um það, að í engu eru þau tímamót ómerkari, sem nú
ara að, en þúsund ára afmæli íslands bygðar þá. Þúsund
ara afmæli alþingis er um leið þúsund ára afmæli íslendinga
sem ríkisheildar. I stað þess því að verja fyrstu síðum nýja
ar8angsins undir yfirlit þess helzta, sem skeð hefur í um-
eiminum á liðna árinu, eins og Eimreiðin hefur gert nokkur
Undanfarin ár, ætlar hún að þessu sinni að verja þeim til
Þess að gera stutta grein fyrir framtíðarhorfunum á þessum
j'^amótum, með því að athuga nokkur atriði fyr og nú í ís-
enzku þjóðlífi, eins og þetta horfir við frá hennar sjónarmiði.
hrbragð Skuldar er að vísu tvírætt, og framtíðarspám vill
skeika. Á því hafa allir spámenn fengið að kenna, alt frá
r*óseasi upp í H. G. Wells, svo hvað mun um þá, sem ekki
eru spámenn. Stjórnmála- og blaðamenn reynast heldur ekki
akaf sannspáir. Jafnvel eins framsýnn og fjölvís blaðamaður
°9 hinn heimskunni William Stead sá ekki fyrir ófriðinn
1^‘kla og varð sjálfur fyrsta fórn drekans, sem fór yfir heim-
'nn á öðrum tug tuttugustu aldar. Enginn barðist eins fyrir
riði og trúði eins heitt á hann eins og Stead. Sjálfur var
ann á leið til Ameríku til þess að flytja þar fyrirlestur á
a Þlóða-friðarþingi, þegar hann fórst með »Titanic« í apríl
En »Titanic*-slysið mikla var eins og geigvænlegur
1