Eimreiðin - 01.01.1930, Qupperneq 23
e'Mreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 3
larðar. Vér höfum ekki sagnir af, að nokkurniíma hafi manns-
fótur á íslenzka grundu sligið allar þær árþúsundir, sem liðu
frá t>ví, að maðurinn hóf göngu sína á jörðu hér, og þangað
hl Papar rendu hér snekkjum sínum að ströndu og víkingar
s'ðan skipum sínum, og tóku að nema landið. Forsögulegar
^'"jar, sem bent hefur verið á, að til muni vera hér á landi,
eru nieð öllu órannsakaðar. Alt líf er sköpun og hugsunin
^umathöfn alls. Mennirnir halda sköpunarsögunni sífelt áfram
með hugsun sinni og starfi. En saga sköpunarinnar er því
Sem næst nýbyrjuð í þessu landi. Vér eigum að mestu leyti
elhr að sigra hina óbundnu náltúru íslands og sveigja hana
f'l hlýðni við oss. Hér eru stórar og straumþungar ár, sem
9eVma orku í miljónum hestafla. Hér eru hverir, laugar og
eldíjöll, sem geyma ómælda orku. Hér eru fylgsni jarðar, sem
9eyma gull og fjársjóðu þeim, sem þora að sækja það í greipar
beirra. Nafnkunnur vísindamaður hefur nýlega í erlendri tíma-
r'tsgrein bent á tuttugu nýjar leiðir til þess að flytja Vestur-
he'msmönnum framfarir í margfalt stærri stíl en þeir eiga nú
v'ð að búa. Auðvelt væri að benda hér á landi á tvisvar
tuttugu slíkar leiðir, með þeim margvíslegu skilyrðum, sem
hér eru fyrir hendi, þegar þess er gætt, hve margar þær
leiðir vér eigum eftir ófarnar, sem helztu menningarþjóðirnar
hafa þegar fyrir löngu farið á undan oss. Mörgum af oss
laetur vel í eyrum fagurgali útlendra ferðalanga um framfarir
la"dsins og ágæti þjóðarinnar. En vér megum ekki láta slíkt
hial villa oss sýn. Sannleikurinn er sá, að landið er varí
numið nema að nafninu. Með ströndunum liggja víða breiðar
lendur mílum saman svo að ekki sjást nokkur mannvirki.
^®ir og býli eru á strjálingi og varla nokkursstaðar svo þétt,
rofni hið óslitna öræfayfirbragð. Alt miðbik landsins er
óbygðir. ísland er alt 10.285.000 hektarar að stærð, en aðeins
30.000 hektarar ræktað land. Oss dettur ekki í hug að van-
hakka forfeðrunum þeirra starf. Þeir börðust margir þrotlausri
haráttu til þess að breyta örlitlum bletti í lífvænlegt horf, og
Voru þó snauðir að flestum þeim tækjum, sem menningin
hafði fært öðrum þjóðum í lífsbaráttunni, um langt skeið undir
°hl erlendrar ránsverzlunar og stundum lítið betur farnir en
hrælar. Fátt er betur fallið til þess að auka oss trú á mátt