Eimreiðin - 01.01.1930, Qupperneq 34
14
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
er atriði, sem vér verðum að gefa meiri gaum en áður. Hver
maður finnur það áþreifanlega í einkalífi sínu, hve erfitt er
að framkvæma þau störf, sem hann þarf að inna af hendi, ef
hann er umsetinn af óvild og sundrandi öflum. Sama hlýtur
hver stjórn að hafa fundið, sem setið hefur að völdum hér á
landi. Þau sundrandi öfl eiga ekki lítinn þátt í þeim mistök-
um, sem orðið hafa á stjórnarrekstri vorum.
En þessa skugga verður aðeins vart að því er snertir inn-
anlandsmálin. Það þarf enginn að halda, að íslenzka þjóðin
geti ekki komið sér saman um að standa sem einn maður
að baki stjórn sinni án tillits til flokka, ef mikið ríður á gagn-
vart útlendu valdi. Það hefur verið bent á það sem dæmi um
stjórnmálaþroska Breta, hve samhuga enska þjóðin stóð að
baki Snowdens, fjármálaráðherra síns, í viðskiftum hans við
erlenda fuiltrúa á Haag-fundinum í sumar. Það er trúa mín,
að íslenzka þjóðin með blöð sín og stjórnmálaleiðtoga að full'
trúum, gæti komið eins fram og staðið eins þétt saman að
baki stjórn sinni út á við, ef á þyrfti að halda, eins og þmr
þjóðir, sem fremst standa að þroska og samtakahug. Sagan
geymir þess allmörg dæmi, að íslendingar hafa getað staðið
saman sem einn maður, og framtíðin á vonandi eftir að sýna
hið sama.
Þúsund ára afmæli alþingis er vissulega vel til þess fallið,
að athugað sé rólega og hleypidómalaust, hvort vér megum
við allri þeirri orkueyðslu, sem fer í tilgangslaust eða til-
gangsilt þras. Hátíðahöldin í ár þurfa að sameina íslenzka
hugi hvaðanæfa, styrkja þá eindrægni, sem er nauðsynleg til
þess, að íslenzkt landnám geti haldið áfram fyrir sameigin-
legt voldugt átak allra þeirra, sem að því eiga að starfa.