Eimreiðin - 01.01.1930, Page 36
16
ÍSLAND 1929
eimreiðin.
reglustjóra á Akranesi — gjaldþrotaskiíti — ráðstafanir vegna
alþingishátíðarinnar — hafnarlög fyrir Hafnarfjörð — Dún-
aðarbanka íslands — loftferðir — bæjarstjórn í Hafnarfirði ■—
héraðsskóla — heimild um 12 milj. kr. lántöku — stjórn póst-
mála og símamála — rekstur síldarbræðslustöðva — verka-
mannabústaði — færslu kjördags alþ.kosninga — laganefnd
— innflutning sauðnauta — íbúð í kjöllurum — kosningar í
málefnum sveita og kaupstaða.
Tekjur landsins hafa verið með mesta móti og meira fé
verið varið til opinberra framkvæmda en nokkru sinni áður.
Fer nú alt hvað líður að verða knýjandi þörf á meira stefnu-
bundinni fjármálapólitík en lýðræðið megnar að framleiða.
Fjármálastjórn landsins stafar nú meiri hætta en nokkru sinni
fyr af því, hvað andstæðar hagsmunastefnur færast í aukana
og þrælka flokka, þing og stjórn í sívaxandi mæli.
Verzlun. * bráðabirgða verzlunarjöfnuði þeim, sem tilgreindur
var í jan.—marzhefti Eimreiðarinnar í fyrra, virtist
útflutningur vera um 20 miljónum króna hærri en innfluttar
vörur. Bráðlega kom nú í ljós, að innflutningurinn átti að
vera 4 milj. kr. hærri, svo að munurinn varð eftir því aðeins
16 milj. kr. Hinar endanlegu tölur Verzlunarskýrslna Hag-
stofunnar eru ekki enn komnar. En óhætt mun að fullyrðar
að afkoma ársins 1928 hafi verið óvenjulega góð. Enda hefur
hún líka örvað innflutninginn 1929 meira en nokkru sinni
áður, svo sem eftirfarandi bráðabirgðatölur sýna með saman-
burði við bráðabirgðatölur fyrri ára:
Ár 1929: Innflutt Útflutt
ca. 70 milj. kr. ca. 70 milj. kr.
— 1928: 58 — — 74 — —
— 1927: 50 — — 57i/2 _ _
— 1926: 51 — — 48 — —
Á þessu sést, að þrátt fyrir ágætt árferði árið sem leið, er
verzlunarjöfnuðurinn fremur óhagstæður. Veldur því hinn geysi'
mikli innflutningur af útlendum vörum. — Afkoma vor íslend-
inga er meira komin undir árferði en flestra annara þjóða-
Þessvegna er oss svo áríðandi að viðhafa forsjálni í fjármál-
unum. En það er öðru nær en það sé gert. Ef nokkur ár >
röð eru góð, virðast landsmenn altaf steingleyma því, að nokk-