Eimreiðin - 01.01.1930, Page 40
20
ÍSLAND 1929
E1MREIÐiN
Mannalát
og slysfarir.
póstmeistari,
Friðgeirsson
húsið á Laugarvatni. — Nýtt strandvarnarmótorskip »Ægir‘
var bygt, og kom það til landsins um miðjan júlí. Björgunar-
stöð var af »Slysavarnarfélaginu« sett á stofn í Sandgerði, og
gaf Þorst. Þorsteinsson skipstjóri til hennar björgunarbát.
Meðal þjóðkunnra manna, er létust á árinu, voru
sr. ]óh. L. L. Jóhannsson, sr. Jón Guðmunds-
son prófastur í Neskaupstað, Þorleifur Jónsson
Pétur J. Thorsteinsson útgerðarstjóri, sr. Einar
á Borg, Þórólfur Beck skipstjóri, Halldór Briem
bókavörður, Sighvatur Bjamason fyrv. bankastjóri, Bogi
steð sagnfræðingur, Olafur Rósenkranz leikfimikennari og
próf. Eiríkur Briem.
Fyrstu mánuði ársins voru slys og skaðar með langminsta
móti, og var það veðurblíðunni að þakka. Stærsta slysið a
árinu var það, er vélbáturinn »Gissur hvíti* frá ísafirði fórst i
nóv. með 11 mönnum. Á fiskitökuskipinu »Áslaugu«, sem fórst
við Spán á aðfangadag, voru 4 íslendingar. Eigi allfáir menn
druknuðu frá landi, eða þá tók út af skipum. í snjóflóðum
fórust tveir menn, Karl Kristjánsson bóndi að Belgsá í Fnjóska-
dal í maímánuði og Jón Þorbjarnarson frá Steinadal í Stranda-
sýslu fyrir jólin. Af bílslysum var það stærst, er stórum Fiat-
bíl hvolfdi í júní í Svínahrauni með á annan tug farþega. Biðu
2 strax bana, en margir meiddust. — Af sköðum á árinu ma
annars nefna flóð, sem varð í Tungufljóti, og tók hey víða af
engjum í Biskupstungum og brú af fljótinu. Kom hlaupið ur
Hagavatni, sem braut sér nýja afrás. — Eftirlitsskipið Þor
strandaði á Húnaflóa fyrir jólin í ofviðri. Brotnuðu einnig
margar bryggjur á Siglufirði um sama leyti.
í maílok fór til Kaupmannahafnar á norrænt söng-
mót söngflokkur 50 karla og kvenna undir stjórn
Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Vakti hann sérstaka
athygli og hlaut mikið lof í blöðum.
Til Kiel fór glímuflokkur stúdenta í júní á stúdentamót, sem
þar var haldið, og sýndi glímu. Annar glímuflokkur fór síðar
á sumrinu og sýndi glímu víða á Þýzkalandi. Er svo sagt, að
Þjóðverjum hafi getist mjög vel að þessari íþrótt.
Hingað kom í júní sænsk flugvél á leið til Ameríku. Voru
á henni þrír menn: Ahrenberg, Flodén og Ljunglund. Þeir
Hitt
og þetta.