Eimreiðin - 01.01.1930, Page 42
EIMREIÐiN
Myndin.
Málarinn stóð á miðju gólfi 1
vinnustofu sinni og virti fyrir ser
með hálflokuðum augum mál-
verkið, sem hann var að vinna
að, þegar hurðinni var hrundiðupp-
— Hann er heima. Gerið þer
svo vel, heyrði hann konuna sina
segja frammi í ganginum.
Fyrir framan hann stóð aldr-
aður maður, vel búinn.
— Homið þér sælir.
Hann rétti málaranum hendina
og sagði til nafns síns.
— Gerið svo vel að fá yður ssh-
— Þakka yður fyrir. —
sakið, að ég kem til að trufla yður, hélt hann áfram. M>9
langaði til þess að fá að líta á málverkin yðar. Ég hef heyrj
talað um þau, en því miður aldrei haft tækifæri til að sja
sýningar yðar. Ég hef nefnilega dvalið erlendis mestan hluta
æfinnar og þekki lítið verk ungu listamannanna hér heima.
— Vður er velkomið að sjá það, sem ég hef af rnyndum-
— Þakka yður fyrir.
Gesturinn stóð upp. Hann horfði lengi á myndina, sem
listamaðurinn var að mála og gekk síðan um kring í vinnU'
stofunni. Málarinn fylgdi honum og leysti úr öllum spurninð'
um hans.
— Þér málið aðallega landslagsmyndir, sé ég er.
— Já, ég fæst lítið við andlitsmyndir nú orðið.
— Hér er þó ein, sagði aðkomumaður og benti á stor
málverk af ungri stúlku.
— Þetta eru nýjustu myndirnar, sagði málarinn og benti
á vegginn hinu megin. Ég hef málað þær flestar í sumar.
Svanhildur Þorsteinsdóttir.