Eimreiðin - 01.01.1930, Page 43
E'MRHIÐIN
MVNDIN
23
Aldraði maðurinn virtist ekki heyra þetta. Hann stóð í
sömu sporum og starði á stúlkumyndina.
~~ Er — er þetta hugmynd, eða er það einhver viss stúlka?
~~ Það er eiginlega hvorttveggja.
Nú varð löng þögn. Málarinn horfði út um gluggann, en
'9esturinn leit ekki af myndinni.
_ Þetta er fallegt málverk, sagði hann eins og við sjálfan
sig. — gr fnngt síðan þér máluðuð það?
]á, það eru mörg ár síðan.
Og þér eigið það ennþá?
- Já.
Þér ætlið ef til vill ekki að selja það?
~~ Nei, ég hef ekki hugsað mér það.
~~ Einmitt það.-------Það er einkennilegt-------ég á við — —
betta er einkennilegt málverk.
Qesturinn gekk nokkur skref aftur á bak og virti myndina
en9i fyrir sér þegjandi. Svo hélt hann áfram að ganga um
* vinnustofunni. Þegar hann hafði séð alt, sem til var, kom
nann aftur að stúlkumyndinni.
~~ Eg get ekki slitið mig frá henni, sagði hann lágt. —
Vaari óhugsandi að fá hana keypta?
~~ ]á, því miður. Hún hefur oft verið föluð af mér, en ég
nef ekki viljað selja hana.
Það var leiðinlegt. Þetta er mynd, sem ég hefði viljað
€|9a- Ég mundi gjarnan kaupa hana dýru verði. Nefnið bara
e'nhverja upphæð. Ég borga það, sem þér setjið upp.
_ Mér þykir það mjög leitt, en ég get ekki látið yður
^á hana.
Qesturinn leit af málaranum á listaverkið.
~~ Ég skal segja yður hvers vegna ég sæki þetta svona
rast. Þessi stúlka minnir mig svo mikið á konuna mína, sem
er dáin. Hún er svo lík henni, að það mætti segja mér, að
betta væri málverk af henni sjálfri. Þér hafið líklega aldrei
Seð hana.
~~ Ekki svo ég viti.
~~ Hún var líka um fermingu, þegar hún fór héðan. —
*ívenær máluðuð þér þessa mynd?«
Fyrir sex árum.