Eimreiðin - 01.01.1930, Side 46
26
MYNDIN
EIMREIÐIN
að nægja myndin, sem hann hafði málað af henni. Hún var
búin að segja honum margt síðan, og hann hafði horft 1
dökku, djúpu augun og sagt þeim sorgir sínar og þrár. Þau
skildu hann altaf. Það voru einu augun í heiminum, sem
höfðu skilið hann.
Og nú átti líka að taka myndina frá honum, vefja hana
inn í ljótar umbúðir og fara með hana langt út í heim, þ3r
sem hann gæti aldrei séð hana framar. Hann átti að selja
hana, selja hana fyrir óhreina pappírsseðla og kaupa fyrir þu
mat og föt. Hann átti að borða myndina og horfa á aðra
iorða hana.
Síðasti sólargeislinn var að hverfa af ljósbrúnum hálsinuiru
Smám saman færðist rökkrið yfir.
Málarinn sat enn fyrir framan myndina. Það var síðasta
kvöidið; sem hann fékk að hafa hana hjá sér. Sá hafði kall-
að, sem réttinn hafði til þess að fá hana. Og dökku augun
horfðu á hann, dularfull eins og forðum. Honum fanst þau
hafa tekið allar sorgir heimsins í sátt við sig.
Morguninn rann upp kaldur og fagur. Aldraði maðurinn
stóð að nýju í vinnustofu málarans.
— Fæ ég myndina, spurði hann.
— ]á, svaraði málarinn.
— Hvaða verð hafið þér hugsað yður?
— Ekkert.
— Ekkert? Hvað eigið þér við?
— Eg á við það, að ég sel ekki þessa mynd.
— Eg skil yður ekki.
— Það er ofur einfalt. Ég gef yður myndina af því ég
get ekki selt yður hana.
— En — hvernig get ég tekið við svo stórri gjöf af yður,
sem ég þekki svona lítið? Mér er það ómögulegt. Ég 9e*
ekki þegið hana að gjöf.
— ]æja, það verður þá svo að vera. Þá á ég hana áfram-
— Ef hún væri ekki lifandi eftirmynd konunnar minnar,
gæti ég ekki fengið af mér að taka við henni. — En það
væri mér svo mikil huggun að eiga hana.