Eimreiðin - 01.01.1930, Page 47
EIMREIÐIN
MYNDIN
27
Qesturinn þagnaði. Hann hugsaði sig um góða stund. Svo
re*ti hann málaranum hendina.
~~ Eg ætla aö þiggja þessa ómetanlegu gjöf yðari en ég
í<ann ekki að þakka svo mikinn höfðingsskap. — — Má ég
*aka hana strax?
Eins og yður þóknast.
Málarinn tók myndina niður af veggnum og fékk honum.
Ég ætla að láta búa vel um hana. Svo fer ég með
hana beina leið út í skip. Ég sigli eftir tvo klukkutíma. Verið
tér sælir og þúsundfaldar þakkir.
~~ Verið þér sælir og góða ferð.
Og gesturinn hvarf út úr dyrunum með myndina undir
^ndinni.
Að vörmu spori kom knna málarans inn.
— Hann fór með myndina. En hvað ég var fegin. Hvað
^ékstu fyrir hana?
~~ Við tölum um það seinna.
— Hversvegna geturðu ekki sagt mér það strax? Það
tafur vonandi verið mikið.
Já, töluvert.
~~ Jæja, láttu mig þá hafa peninga fyrir hatti. Ég fer í
boð eftir miðdag og verð að fá hatt. Ég ætla núna út að
taupa hann, en ég fæ hann ekki lánaðan, því ég skulda svo
mikið?
— Hvað þarftu mikið?
~~ Ja — þrjátíu krónur ættu að nægja.
Málarinn tók upp veskið sitt. Hann fékk henni það, sem hún
^aö um. Þegar hann lét það aftur í vasa sinn, var það tómt.
Frúin greip seðlana og var horfin.
Málarinn gekk um gólf. Mínúturnar liðu og urðu að klukku-
thnum. Þá heyrði hann skipið blása í síðasta sinn. Hann stanz-
að> og horfði á auðan vegginn, þar sem myndin hafði verið.
~~ Vertu sæl Anna, hvíslaði hann. Hans var að eiga þig,
’tt'tt að sakna þín. Nú siglirðu enn einu sinni yfir hafið, sem
tú elskaðir. Svanhildur Þorsteinsdóttir.