Eimreiðin - 01.01.1930, Page 48
EIMREIÐIN
Sjónhverfing tímans.
Að því fullskynjuðu, að takmörk
geymsins eru komin undir eiginvitund
Alverunnar, og að því athuguðu, að
hnatlbundin hugsun lendir utan við
sig sjálfa í ríki heimsandans, aetti
efsta stig vors jarðneska þroska að
geta Iyft oss á sjónarhæð yfir ráð-
gátu hinna eilífu tilvista.
Efnið sjálft er nú ekki framar neitt
annað en orð. Og það hefur þegar
hlotið endurskírn, undir heiti orkunnar.
En þá verður hið næsta þrep himnastiS"
ans heildarsjón mannsins á einhyggju
skaparans. Aflið er meðvitund guðs.
Meginástæða tímavillunnar er skammskygnin um rás atburð-
anna. Hlekkir orsakanna sjást oss aðeins á örstuttu bili. Vér
tönlum enn sundur samhengið, eininguna og lög afleiðinganna
í vorum jarðnesku sjóndeildum, og vér sendum, á orðlausri
tungu, þrotabúsyfirlýsing anda vors á jörðunni, til hins æðsta
ráðanda dauða og lífs.
Sjónhverfing tímans kemur alstaðar fram á leiksviðum dag-
legrar lífsvistar, meðan vér erum háðir þeirri meginvillu, að
allar hreyfingar eyði einhverju broti af ódauðleikanum. Afstaða
hinna sýnilegu líkama hverra til annara stofna skammlífi vort
og vonleysi um alþekkingu.
Tennur tímans hvessast af öfugskygni, sem á þó að vísu
að þola afnámsdóm við mannlegar röksemdir. Það er undir
oss sjálfum komið, hvort vér viljum eira blinduðum hleypi-
dómum um eðli tímans, sem vér svo nefnum. Hér er að ræða
um þá okhygð mannlegs heila, sem ranghverfir gersamlegast
grundvelli allrar lífsþekkingar.
Vér vitum og játum það, samkvæmt lögum reynsluvitsinsf
Einar Benedilrtsson.