Eimreiðin - 01.01.1930, Side 51
E,MREIÐIN
Krishnamurti í Ojai-dalnum 1929.
„I am like the word that is so hard
to express . . .“
Jiddu Krishnamurti.
I.
Þegar frú Annie Besant bar fram
ungling þenna á örmum sér, og sagði
í augliti alls fólksins, að hér væri
kominn heimsfræðari af sama tæi og
Jesús og Búddha, þá var mörgum
skemt, og skopritarar blaða fengu
ágætt tækifæri til að sýna snild sína.
Hefði það verið á almannavitorði, að
frú Besant hafði samið í félagi við
Mr. Leadbeater fjörutíu og átta æfir
Krishnamurtis, sem þar nefnist Al-
cyone, og hefjast á því í útgáfu þeirri^
sem ég hef séð (The Theosophist 1910),
að Mr. Krishnamurti er kóngsdóttir í
Heríku tuttugu og tveim þúsundum sex hundruð sextíu og
ueim árum fyrir Krists burð1), þá efast ég ekki um, að
Vndnir menn hefðu haft enn ágætara tækifæri til að sýna
sína, einkum þar sem þessar fjörutíu og átta æfir
cVones krefjast þess að vera álitnar óyggjandi sann-
. lkur> fenginn á dulvísan hátt, en ekki leiðinlegur og
°Srnekklegur uppspuni. En þótt hinar fjörutíu og átta fortil-
Mr. Krishnamurtis séu látnar í friði og skopriturum
e,oisblaðanna í senn þakkað og fyrirgefið, að þeir skyldu
hafa vit á að grafa upp og hafa í flimtingum þessa
^akátlegu skriffinsku, þá er enn sitt hvað í staðhæfingum frú
esants um þenna indverska mann, sem getur orkað tvímælis
^a'ldór Kiljan Laxness.
^ 1 síðari útgáfu byrja æfir þessar 70000 árum f. Kr.