Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 57
E>MREIÐIN KRISHNAMURTI í 0]AI-DALNUM 1929 37
dýpstu og helgustu reynslu, eða svo enn shynsamlegar sé
tekið til orða — vitnanir líffræðilega og uppeldislega fullkomins
einstaklings um hið fagnaðarríka samband síns eigin sjálfs við
a'heiminn. Sama máli gegnir, er hann segist hafa fundið »lífið«
°S biður aðra menn að fara og leita hins sama, hvern fyrir
SI9- Lífið, á máli Krishnamurtis, er sem fyr tjáning hans á
s>nni eigin tegundarfullkomnun bæði um líkamsástand og
andlegt jafnvægi. —
Es minnist sérstaklega seinasta sunnudagsins í Ojai í vor.
Krishnamurti hafði samtalsfund með lærisveinum sínum og
svaraði spurningum. Spurningarnar virtust yfirleitt vera bygðar
a emum misskilningnum öðrum verri um eðli og erindi hins
|>nga meistara, og það var auðséð, að margar þeirra ollu
°num sárra hugarkvala, — eins og skilningsleysið eitt getur
valdið skygnum mannvini. Iðulega stóð hann á fætur til þess
svara einhverri firrunni, greip fyrir andlit sér um stund,
en kom ekki upp einu orði, og sneri aftur í sæti sitt yfir-
öu9aður. Einu sinni við slíkt tækifæri kom þessi vonlausa
Vfirlýsing eins og ósjálfrátt fram á varir hans: »Ég er eins
°9 orð, sem ómögulegt er að útskýra....«
1 þessu svari og látbragðinu, sem fylgdi því, fólst það, sem
e9 kalla harmleik Krishnamurtis, — harmleik hins heilbrigða
jnanns, sem stendur andspænis sjúkum, siðspiltum og viðbjóðs-
e9um auðvaldsheimi, og á sér þá einu ósk að geta miðlað
heilbrigði sinni, þótt þess sé enginn kostur.
3-
Eg íslenzka hér nokkrar greinir úr ritum Krishnamurtis til
Pess að gefa þeim, sem eru al-ókunnir höfundi þessum,
ai>íla hugmynd um hugsunarhátt hans. Fyrsta greinin er fekin
ræðu, sem hann flutti í Benares 1927(?), og er kölluð:
nuer flytur sannleikann? Þar kemst hann svo að orði:
»Aður en ég fór að hugsa upp á eigin býti, tók ég það
Sem gefinn hlut, að ég, Krishnamurti, væri erindreki Heims-
r®ðarans (the vehicle of the World-Teacher), vegna þess að
^31'gir héldu því fram, að svo væri. En þegar ég tók að
u9sa sjálfstætt, langaði mig til að skilja, hvað átt væri við