Eimreiðin - 01.01.1930, Qupperneq 58
38 KRISHNAMURTI í 0]AI-DALNUM 1929 eimreiðiN
með Heimsfræðara, hvað átt væri við með því að vera erind-
reki Heimsfræðarans og hvað átt væri við með jarteiknum
Hans í heiminum. ... Þegar ég var lítill drengur, var eg
vanur að sjá Shri Krishna með flautuna, eins og hann er
myndaður meðal Hindúa, en móðir mín var mjög hænd að
Shri Krishna. ... Þegar ég óx upp og kyntist Leadbeater
biskupi og Guðspekifélaginu, tók ég að sjá fyrir mér Meist-
arann K. H., — aftur mynd, sem haldið var að mér sem
veruleika frá sjónarmiðum þeirra, — og héðan í frá var Meist-
arinn K. H. takmark fyrir mér. Síðar, þegar ég stálpaðist, f°r
ég að sjá drottin Maitreya. Það var fyrir tveim árum síðan,
og ég sá hann stöðugt fyrir mér í þeirri mynd, sem honum
var haldið að mér. ... Nú upp á síðkastið hef ég einkum
séð Búddha, og hefur það verið fögnuður minn og dýrð að
vera með honum. . .. Fyrir mér eru þeir allir >hinn Elskaði‘>
— hann er Shri Krishna, hann er meistarinn K. H., hann er
drottinn Maitreya, hann er Búddha, og í senn ofar öllum
þessum myndum. Hverju máli skiftir það, hvert nafn þú velur?
Þér eruð að deila um nafn Heimsfræðarans. Minn Elskaði er
heiður himininn, blómið, sérhver mannvera. ... Ég sagði við
sjálfan mig: Meðan ég sé þá utan sjálfs mín, eins og mynd,
eins og hlullægt fyrirbrigði, er ég fráskila, — burtu frá þunga-
miðjunni; en þegar ég hef öðlast umkomu, mátt, ákvörðun,
þegar ég hef hreinkast og göfgast, þá mun þessi skilveggur’
þetta bil, hverfa. Eg var ekki ánægður fyr en þessi skilveggur
var brotinn, þetta bil horfið. Ég talaði ekki fyr en ég Sa|
sagt með vissu, að ég og hinn Elskaði værum eitt. Ég sagð*
aldrei: Ég er Heimsfræðarinn; en nú, eftir að ég hef fundið>
að ég og hinn Elskaði erum eitt, segi ég það, — ekki til
þess að stimpla á yður áhrif míns eigin persónuleika, né sann-
færa yður um mikilleik minn, né mikilleik Heimsfræðarans • • ■<
heldur aðeins til þess að vekja í yðar eigin hjörtum þrána,
og knýja fram sannleikann í yðar eigin hjörtum. Ef ég segi.
og ég segi, að ég og hinn Elskaði séum eitt, þá er það vegna
þess, að ég finn það og veit það. Ég hef fundið það, sem eg
þráði, ég hef öðlast sambandið, svo að héðan í frá mun eng*
inn skilnaður eiga sér stað, því hugsanir mínar, hvatir mínar,
þrár mínar, — þær sem tilheyra einstaklingssjálfi mínu "