Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 60
40 KRISHNAMURTI í OJAI-DALNUN 1939 EIMREIÐIN
venja þangað komur mínar. Ég hælti að skifta mér af þessu
fólki, sem gerði ekki annað en tyggja upp guðspekikenn-
ingar. Ég stóð spyrjandi andspænis öllu, því ég þráði að
skapa mér sjálfstæðan skilning«. (Sama rit, bls. 51 — 52).
»Til að öðlast endurlausn er ekki nauðsynlegt að ganga í
neinn félagsskap, taka neina trú, því slíkt takmarkar, drepur
í dróma, fjötrar manninn við ákveðin form. . .. Ef þér þráið
frelsi, hljótið þér að berjast eins og ég hef barist, gegn áhrifa-
valdi í öllum myndum, því öll dýrkun áhrifavalds stendur a
öndverðum meiði við andlegt líf. Ef ég beitti áhrifavaldi oS
þér gengjust undir áhrifavald mitt, þá mundi slíkt ekki frelsa
yður, heldur yrðuð þér aðeins fylgjendur annars manns frelsis.
Að gerast fylgjandi annars manns frelsis, er að binda sig enn
fastar á klafa takmörkunarinnar. Leyfið ekki hug yðar ne
hjarta að bindast neinu né neinum. Ef þér gerið það, setjið
þér á stofn eina trúna í viðbót, eitt musterið enn. Meðan þér
eruð að umturna einni samstæðu af trúarhugmyndum, eruð
þér að skapa nýja samstæðu af trúarhugmyndum. Ég berst
gegn öllum þeim venjum, sem binda, allri dýrkun, sem þrengiD
öllu flokksfylgi, sem spillir hjartalaginu. Ef þér viljið leita þess
frelsis, sem ég bendi til, þá verðið þér að byrja eins og ég
byrjaði, á því að vera óánægðir, fullir byltingahugar, í innri
ósátt við alt umhverfis yður. Þér segið iðulega: »Vér munuW
hlýða leiðtogum vorum*. Hverjir eru leiðtogar yðar? Ég kaeri
mig ekki um að vera leiðtogi. Ég kæri mig ekki um að hafa
áhrifavald. Ég vil, að þér séuð sjálfir yðar eigin leiðtogar*.
(Sama rit, bls. 60 — 61).
»Ég lagði af stað í því augnamiði að finna á eigin ramm-
leik tilgang lífsins, og ég fann hann án atbeina frá öðrum-
Ég hef sameinast því hafi endurlausnar, sem er án takmörk-
unar og neikvæða, vegna þess að-þar er fylling lífsirs. • • •*
(Sama rit, bls. 64).
Ég legg þessar fáu málsgreinir úr ritum Krishnamurtis
fyrir lesendur án frekari skýringa frá minni hálfu. Samt get
ég ekki látið undir höfuð leggjast að vekja athygli manna a