Eimreiðin - 01.01.1930, Síða 64
44
KRISHNAMURTI í OJAI-DALNUM 1929 eimreiðin
mér . . .« Síðan skýrði hann fyrir mér það, sem ljósast kemur
fram í köflum þeim, er ég þýddi hér að framan, hvernig hann
vísaði hverjum einum í fullu vorkunnarleysi í eigin barm a
hin hinstu meginrök og öll sannindi.
Eg gat ekki stilt mig um að hreyfa andmælum gegn þvi>
sem mér fanst hvað óframkvæmilegast í þessari »anarchistisku«
áherslu, sern hann legði á gildi einstaklingsháttar á því stigi
mannfélagsþróunar, sem enn væri náð. Ég tók dæmi af verk-
smiðjuþræl hér í Ameríku, sem ynni tólf tíma á sólarhring oQ
fengi átta—tíu dollara í kaup á viku, eins og títt er í iðnað-
arhéruðum Bandaríkjanna. Hann hefur frá blautu barnsbeini
alist upp við þrældóm í verksmiðjum og lesið í tórnstundum
dagblöð auðvalds og afturhalds, sem prenta sýknt og heilagt
einhvern andstygðarvaðal um hjónaskilnaði auðkýfinga, fluS'
vélakjaftæði, base-ball-fréttir, að ógleymdum morðsögum OS
hryðjuverka, ásamt óendanlegri ásmælgi um allar hugsanlegar
slysfarir, jarðskjálfta, hvirfilbylji o. þ. h. hvaðanæfa af hnett-
inum. Hann hefur aldrei lesið heiðarlegt rit, aldrei átt samtal
við mann, sem hyllir stefnu lífsins né mannleg verðmæti, aldrei
kynst mati á hlut, manni né málefni öðruvísi en peningalegu>
og hefur þá hugmynd, að æðsta takmark lífsins sé að verða
kapítalisti, þ. e. geta ekið í gljáandi vagni, haft fylliríisveizlur,
siglt til Parísar og keypt dýrlegar skækjur. Hvernig á slíkur
veslingur úttaugaður, undirlaunaður og andlega undirnaerður
að geta fundið sannleikann, hamingjuna og heimsfræðarann i
sínum eigin barmi? Þér vitið, að auðvaldsskipulagið miðar
því einu að gera mannfólkið að dónum og skríl (vulgarize
the people).
Krishnamurti sagði, að ekkert vekti hjá sér annan eins við-
bjóð og sú sjón að sjá, hvernig verkalýðurinn væri ofurseldur
miskunnarleysi ránsmanna um heim allan, og hann sagðist
engu tækifæri sleppa til að Iáta í ljósi beiskju sína gegn fjand-
skap ránstéttarinnar (the exploiters) við mannkynið yfirleitt-
Hann sagði, að samúð sín öll væri á hlið hinnar svokölluðu
vinnandi stéttar, og sjálfur sagðist hann vinna erfiðisvinnu,
hvenær sem sér gæfist tími til, — í heimsstyrjöldinni hefði
hann ekið sjúkrabifreið, og sem merki um ást sína á líkani-
legri vinnu, benti hann mér upp um þil og veggi í Arya Vi'