Eimreiðin - 01.01.1930, Page 68
48 KRISHNAMURTI í OJAI-DALNUM 1929 EIMREIÐIN
þó blessað með slíkri þakklætiskend né í jafn göfugri auð-
mýkt eins og ég blessaði eitt sinn gamla og Iítt læsa konu,
sem af fátækt sinni gaf mér fjórðung úr brauði, bita af osti
og súpu í skál, dag nokkurn í framandi landi. Hugsið aðeins
út í hina trúarlegu þýðingu eins brauðs og bita af osti!
Vera má, að þér brosið að þessu og lítið á mig sem hja-
kátlegan spjátrung, en þegar yður hefur skilist, að gildi boð-
skapar er algerlega háð þörfum viðtakandans, eða réttara
sagt eðli þessara þarfa, þá munuð þér um leið sjá, að á þvl
stigi, sem mannkynið nú stendur, eru allar skýrslur af himn-
eskri dularreynslu endurleystrar sálar sem hvellur í bjöllum
samanborið við þann fagnaðarboðskap, sem felst í hinu jarð-
neska tákni brauðsins.
Um leið og ég bið yður forláts á, að þetta hefur orðið
lengra mál en skyldi, leyfi ég mér að fullvissa yður um djúpa
-virðingu mína fyrir hinni háu köllun yðar, og er
yðar einlægur o. s. frv.
Halldór Kiljan Laxness.