Eimreiðin - 01.01.1930, Page 72
52
PENINGAMARKAÐURINN
eimreiðiN
London. Þrátt fyrir stöðugan gullútflutning og erfiðan pen'
ingamarkað, hreyfði Englandsbanki ekki forvextina og Sa^
meira að segja út yfirlýsingu um, að forvextir mundu ekki
hækka á næstunni, og er það í fyrsta skifti í sögu bankans,
að hann hefur gefið slíka yfirlýsingu. Og Englandsbanki haföi
gilda ástæðu til þess að fara sér hægt. Sterlingspundið var i
raun og veru styrkara en ætla mætti eftir ástandi peninga-
markaðarins. Þegar borinn er saman kaupmáttur sterlings-
pundsins og dollarsins, kemur í ljós, að um þetta leyti er
sterlingspundið á traustara grundvelli. í júlímánuði var heild-
söluvísitalan í Bandaríkjunum 149, en í Englandi 135, °3
munaði því um 10°/o sem sterlingspundið stóð betur. Þótt
nokkru geti skeikað um slíkan samanburð, þá er þó ljóst, að
í raun og veru var heilsufar sterlingspundsins í bezta laS1-
Það var augljóst, að seðlaútgáfan var hófleg, og því var eigi
þörf á forvaxtahækkun til þess að stemma seðlaflóð.
En forvextirnir hafa einnig annað hlutverk, þ. e. að hafa
hemil á greiðslujöfnuðinum gagnvart útlöndum. Venjulega fer
það saman, að greiðslujöfnuðurinn sé óhagstæður og a^
komin sé verðlagshækkun innanlands í sambandi við ofmikla
seðlaútgáfu. En nú er svo ástatt, að greiðslujöfnuður Englands
var orðinn ískyggilega óhagstæður þrátt fyrir heilbrigt verðlag
og hóflega seðlaútgáfu. Englandsbanki dró því forvaxtahækk-
unina í lengstu lög. Það var heldur eigi svo langt liðið fra
síðustu forvaxtahækkun bankans. í febrúar s.l. höfðu forvext-
irnir hækkað úr 4V2°/o upp í 5]/2°/o. En þrátt fyrir þessa
hækkun hélt áfram útflutningur á gulli. Sterlingspundið stóð
mjög lágt gagnvart öllum gjaldeyri. Frá því í febrúar til sept"
emberloka minkaði gullforði Englandsbanka úr 156 milj-
sterlingspundum niður í 133 milj. sterlingspund. Þann 26.
september hækkaði Englandsbanki loks forvexti sína upP 1
6V2O/0, og hafði gullforði bankans þá rýrnað um 3,3 mili-
sterlingspund þrjá síðustu dagana á undan hækkuninni.
Orsakirnar til hækkunar forvaxtanna lágu í öfugstreymi a
peningamarkaðinum í London. Hinir háu vextir í New-Vork
höfðu dregið fé þangað frá London. Þar við bættist, að eftif'
spurn eftir peningum í London jókst mikið við það, að lán'
veitingar Bandaríkjanna til annara landa höfðu minkað að