Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 76
56 DÓTTIR DRJÁLUÐU KONUNNAR eimreiðiN
Vitlausu Qunnu! Hver okkar þekti hana ekki! Höfðum við
ekki allir horft í gegnum gatið á blýsökkunni, sem hún var
sífelt með, og dáðst að görðunum og fallegu stúlkunum. sem
hún fullvissaði okkur um, að sæust þar? Höfðum við ekki
allir heyrt, að börnin hennar höfðu eitt sinn flúið hálfnakm
frá henni út um gluggann? Við vissum líka, að það þurfti
þrjá eflda karlmenn til þess að halda henni, þegar hún fékk
æðisköstin. Oft höfðum við kastað snjókúlum á eftir henni og
flúið síðan æpandi, þegar hún ætlaði að ná í okkur.
Okkur setti hljóða við þessa fregn. Alt í einu hentist Elh
á fætur og benti út á hafið.
»Húrra«, kallaði hann, »þarna kemur skipið!*
í gegnum þokuna sáum við ógreinilegan reykjarmökk, langt
úti á hafinu.
Við hlupum gáskafullir niður að húsinu hennar vitlausu
Gunnu. Við urðum að vera við, þegar hún yrði flutt á skip-
Spölkorn frá húsinu stóðu nokkur börn og margir sjómenn.
Við staðnæmdumst hjá þeim og biðum lengi.
Loksins kom hún með hendurnar bundnar á bak. Fjórir
menn héldu henni. Þennan dag var hún ennþá óðari en hun
átti vanda til. Hún öskraði og braust um.
Rétt hjá henni voru börnin hennar, kyrkingsleg og vesæld'
arleg á svipinn. Brjáluðu konunni var sagt að kveðja þau-
Hún gegndi því engu, en reyndi að hrækja á þá, sem héldu
henni. Eldri börnin eltu hana berhöfðuð og í rifnum skyrtum-
Það yngsta stóð kyrt. Það var sjö ára gömul telpa. Hún var
lotin í herðum, líklega af fæðuskorti. Andlitið var dapurt.
Ósjálfrátt beygði ég mig niður og kysti hana á ennið. ]afn'
skjótt vafði hún litlu, mögru handleggjunum um háls mér, og
hún þrýsti sér kjökrandi upp að mér.
Nauðugur ýtti ég henni frá mér. Gat ég, tólf ára drensur’
hjálpað henni? Vissulega ekki!
Vesalings litla stúlkan stóð þarna með társtokkin augu oS
horfði á eftir móður sinni.
Það snjóaði í sífellu yfir ólundarlegt þorpið, í spor brjáluðu
konunnar og í ljósa lokka dóttur hennar.
Davíð Þorvaldsson.