Eimreiðin - 01.01.1930, Page 92
72
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiðiN
Hann starði á eftir mér og sagði ekki orð.
Ég fann brátt, hve fólkið, sem hafði skotið skjólshúsi yf|r
mig, átti erfitt með það. íbúðin var rúmlítil. Það varð að
þrengja mjög að sér til þess að geta sýnt mér þessa vináttu.
í Kabul eru yfirleitt fá hús, sem eru viðunandi fyrir Evrópu-
menn. Eina undantekningin er hús ensku sendisveitarinnar.
Byggingin er með kastalalagi og herbergjaskipun hagkvæm-
En það voru ekki þrengslin ein, sem gerðu það að verkum,
að húsráðendur höfðu ama af mér. Daglega varð það fyrir
óþægindum og aðkasti borgaranna mín vegna. Ég fór að
hugsa um að koma mér fyrir á einhverju afgönsku heimih-
En jafnvel það reyndist ógerningur. Fólk vildi með öllu móti
fá mig til að hverfa aftur heim til Asims. Ég átti því ekki
annars úrkosta en að flytja á »gistihúsið«.
Gistihúsið í Kabul var hrörleg Ieirbygging. Þjónusta var
engin og hreinlæti skorti. Naktir leirveggir, hálmdýna oð
þvottaskál var alt og sumt, sem var að sjá í gestaherberginu-
Með aðstoð þýzkra vina minna leigði ég eitt þessara gesta-
herbergja af hótelstjóranum. í því var, auk þess áðurtalda, eitt
gamalt járnrúm. Svo sendum við nokkra þjóna til heimih5
Asims að sækja það helzta af reitum mínum.
Þrátt fyrir alt fanst mér ég hafa himin höndum tekið, er
ég bar kjör mín nú saman við lífið í kvennabúrinu. Það eina,
sem olli mér kvíða, var umhugsunin um, hvernig mér munói
ganga að sleppa úr landi. Mundi mér takast það, eða átti eg
nýja erfiðleika í vændum? —
* *
*
Þar sem ég átti ekki r.ema lítið eitt af nauðsynjum
ferðarinnar, fór ég í búðirnar, og fékk nú í fyrsta sinni að
kynnast þeim nánar. Ég fór í Evrópubúningi og var sárfegm
að kasta af mér grímuklæðum þeim, sem ég hafði verið kúgu^
til að bera. Það var líf og fjör í verzlunarhverfinu, svo eg
varð hugfangin. Ég skoðaði vörurnar og valdi það, sem
ég þurfti, en svartskeggjaðir, túrbanprýddir kaupmenn
nákvæmar gætur að mér, meðan ég var að skoða þær.
— Hvað kostar þetta?
— Það fer eftir örlæti yðar, Chanum.