Eimreiðin - 01.01.1930, Page 98
78
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiðin
mínu við stjórnina, ef reynt yrði að hindra brottför mína úr
landi. Eg ákvað því að heimsækja móður konungsins.
Eg mætti nú aftur í annað sinn í móttökuherbergi hennar
og lét tilkynna komu mína. Gamla konan virtist sitja í leiö'
indum, því að það glaðnaði yfir henni, þegar hún sá mig- 1
forsalnum var stórt eldstæði, og var hún önnum kafin við
það. Eg horfði undrandi á hana.
Þér virðist vera hissa á því, sem ég hef með höndum. En
Sljórnarhöllin nýja. Myndin er tekin á nýársdag 1928.
svona er það nú samt, að ég verð sjálf að elda matinn of'
an í mig, því að asnarnir þarna hafa ekki vit á neinu!
Hún benti með þótta á þjónustustúlkurnar, sem stóðu
þegjandi og vandræðalegar álengdar.
Ég mintist orðróms, sem gekk við hirðina og Asim hafð*
eitt sinn getið um við mig, — að konungsmóðirin matreiddi
jafnan sjálf handa sér, því hún væri hrædd um, að sér yrði el|a
bruggað eitur. Ég varð að vera hjá henni nokkrar klukkustundif-
Hún sauð og steikti, en talaði þess á milli um ferðalag sonar
síns. Ég hafði tekið með mér úr þýzka klúbbnum nokkur frétta-
blöð og sýndi henni myndir af konungshjónunum. Varð hun
mjög hrifin at myndunum, enda virtist hún hafa óstjórnlega